Duran Duran eða Wham ???

Hún Auður mín hefur stundum velt fyrir sér hvaða tónlist við hlustuðum á þegar við vorum á hennar aldri og hefur hún alveg fengið að vita það,ég sagði henni þegar ég var 13 til 15 ára og jafnvel aðeins eldri þá voru 2 hljómsveitir sem næstum skiptu með sér aðdáenda hópnum það voru Duran Duran og Wham og ég var Duran Duran ...þetta finnst henni mjög sniðugt því Það er þannig í dag að það er hægt að fara inn á netið og skoða allt og gerir hún það svo kallar hún mamma hélst þú upp á þetta lag.....svo var það fyrir um 2 árum minnir mig að Duran Duran komu til landsins og héldu tónleika og ég auðvita mætti og þetta fannst Auði snild hehe mamma að fara á tónleika og var þetta mikið rætt hér á mínu heimili.....þetta er bara smá hugleiðing í liðna tíma Smile.

Hér kemur svo Duran Duran.

 Þetta er eitt af þeim góðu Wink.

Svo er líka linkur á Wham.

Hér koma þeir í Wham fullir af fjöri.

Jæja langaði bara að deila þessu með ykkur kæru vinir.

Kveðja til ykkar Heiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ah gott að byrja daginn á svona frekar en neikvæðu krepputali´Ég ætla að hlusta á þetta að gamni mínu.

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Neðra myndbandið virkar ekki

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk Ragga að láta mig vita fékk lagið alls ekki til að virka en setti þá bara jólalag með Wham í staðin það er gott lag og fallegt það fer að líða að jólum og þetta er flott lag.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.11.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta minnir mig líka á þegar ég var krakki. Mamma hafði haldið upp á Bítlana og mér fannst alltaf fyndið að sjá hana þegar Bítlarnir voru spilaðir í útvarpinu. Þá dansaði hún og söng með. Mig minnir nú að ég hafi haldið upp á báðar þessar hljómsveitir, en kannski aðeins meira Duran Duran  Gaman að rifja upp þessa tíma.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.11.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hélt nú upp á hvoruga þessara hljómsveita - var alltaf ABBA fíkill og er enn

Það voru nú reyndar foreldrar mínir sem kenndu mér til dæmis að meta Elton John

Dísa Dóra, 19.11.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er svo fyndið að uppáhaldstónlistin mín er líka uppáhald sona minna. Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, Uriah Heep og fleiri. Þannig að það er aldrei rifist um hvað eigi að hlusta hjá mér.

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Hulla Dan

Ég hélt nú upp á hvoruga en smittaðist dálítið af Guðlaugu þar sem við vorum saman í herbergi. Hún var Whamisti dauðans  Ég var meira svona Bubba týpa...

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 17:14

8 identicon

hæhæ Heiður ég hlustaði á Duran Duran líka hehe   þá er að líða að því að Auður og Hákon verða tekinn í fullorðinn manna tölu . bið að heilsa í grindó kveðja Eva og Hákon

Eva Björk Lárusdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:15

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég var mDuran Duran aðdáandi og er enn,Wham átti eitt og eitt lag en pældu aðeins í þessu Heiður,það eru ekki nema um 25 ár síðan þetta var og manni finnst eins og það hafi verið í gær.

Magnús Paul Korntop, 28.11.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband