Barnaland og jafnvel fleyra.

Ég hef verið að spá í síðurnar mínar  á barnalandi ég er með 3 stk þar og eins og þeir sem þangað fara sjá er ég ekki ofvirk þar....frekar en hér ef svo má segja ég gerði þessar síður á sínum tíma af miklum áhuga og var virk en í dag er ekki svo stundum hef ég spáð í að loka þeim en nei ég geri það ekki mér finnst þetta góð leið fyrir þá sem við hittum ekki oft til að fylgjast með börnunum mínum svo var þetta auðvita gert mikið fyrir fólkið okkar sem býr í Bandaríkjunum.Þau eiga öll hver sína síðu og allt flokkað og flott nú hef ég verið að hugsa um að gera bara eina systkina síðu frekar en að hætta það fer rosalega mikill tími í að setja inn myndir því mér finnst þetta eigi að vera flokkað ef síðan er í nafni eins barns en ef ég geri eina þá get ég sett allt inn án þess að flokka...því ég er ekki dugleg að setja inn myndir og sést best af því ég setti inn myndir um daginn sep til des...úff og var lengi að jæja gott af barnalandi í bili....en ef ykkur langar að skoða eru linkar hér til hliðar Auður,Sverrir og Ásta eru mínar síður Eyjólfur er svo litli frændi okkar.

Annars er allt gott að frétta hér Auður er í Reykjavík hjá Erlu frænku sinni og á að fara í leizitek eða eitthvað svoleiðins í dag í tilefni afmælis Erlu en hún var 13 ára 1 janúar og var mikil spenna að komast af stað í gær.

Jæja ég man ekki eftir fleyru í bili kveð að sinni Heiður... 


Framhald af 9 janúar....

     sokkur er komin heim. 

Hann Sokkur okkar er fundin jeminn hvað allir eru glaðir hér og sá var svangur og tók rösklega til matar síns.Takk fyrir fallegar kveðjur hér á síðunni og svo vil ég þakka Ragnheiði sérstaklega fyrir að setja þetta á sína síðu takk Ragga krakkarnir segja að þú sért best í öllum heiminum stórt knús til þín frá okkur hér í Grindavíkinni.

 
8 ára afmæli sverris og fleyra 034


9 janúar.

Ég er búin að vera frekar löt við bloggið eins og allir sjá áramótakveðja enn 9 janúar uss er það nú leti eða bara ?? hér er allt að komast í réttar skorður skólinn byrjaður og leikskóli líka og er aðal baráttan að snúa sólahringnum við í augnablikinu.

En svo eru hér mjög leiðinlegar fréttir hann Sokkur er tíndur og er mikil sorg hér börnin grátandi yfir þessu öllu hann fór út rétt fyrir 8 í gær morgunn og hefur ekki sést síðan maður finnur fyrir því að hér vantar mikið ég vona bara að hann komi heim eða einhver finni hann...hér hafa litlir krakkar gengið um hverfið og lita eftir kisunni sinni vona bara að einhver finni Sokk hann er vel merktur með nafni heimilisfangi go símanúmeri....jæja látum þetta gott heita í bili set hér mynd af Sokk fyrir neðan.

8 ára afmæli sverris og fleyra 034

 

 

 

 

 

 

 

 

Sokkur veit ekkert betra en að leggja sig á tölvuborðinu hjá mér. 

jól og áramót 2007 014

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ásta og Sokkur með jólaslaufu.

Kveðja Heiður. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband