Duran Duran eða Wham ???

Hún Auður mín hefur stundum velt fyrir sér hvaða tónlist við hlustuðum á þegar við vorum á hennar aldri og hefur hún alveg fengið að vita það,ég sagði henni þegar ég var 13 til 15 ára og jafnvel aðeins eldri þá voru 2 hljómsveitir sem næstum skiptu með sér aðdáenda hópnum það voru Duran Duran og Wham og ég var Duran Duran ...þetta finnst henni mjög sniðugt því Það er þannig í dag að það er hægt að fara inn á netið og skoða allt og gerir hún það svo kallar hún mamma hélst þú upp á þetta lag.....svo var það fyrir um 2 árum minnir mig að Duran Duran komu til landsins og héldu tónleika og ég auðvita mætti og þetta fannst Auði snild hehe mamma að fara á tónleika og var þetta mikið rætt hér á mínu heimili.....þetta er bara smá hugleiðing í liðna tíma Smile.

Hér kemur svo Duran Duran.

 Þetta er eitt af þeim góðu Wink.

Svo er líka linkur á Wham.

Hér koma þeir í Wham fullir af fjöri.

Jæja langaði bara að deila þessu með ykkur kæru vinir.

Kveðja til ykkar Heiður.


Í dag er afmælisdagur.

Í dag er afmælið hans já afmæið hans Hilmars þetta er alltaf erfiður dagur en alls ekki eins og í fyrra (var búin að ræða þetta í síðasta tíma hjá sála svo ég var kannski líka búin að koma frá mér einhverju sem hjálpar)  hans er sárt saknað hér og síðustu daga fyrir afmælið hugsa ég mikið til hans,ég var að skoða kertasíðuna hans og mikið er gott og fallegt að sjá öll kertin og ég ætla hér að þakka öllum fyrir þetta yljar manni óendalega mikið og þeir sem vilja geta kveikt á kerti linkur hér til hliðar á síðunni...

En í tilefni dagsins langar mig að setja hér myndir af honum þetta eru myndir í mínu uppáhaldi eða bara brot af þeim sem í uppáhaldi eru...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Himmi með Sverrir litla bróður sinn.

 

 

 

 

 

 

 

Snemma var farið að laga dótið sitt Smile.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er Hilmar Már  já brosið allaf til staðar...

Við fórum í bæinn og í krikjugaðin með rós fyrir Himma okkar ætluðum að setja kerti en það var kerti í luktinni svo það bara geymist og fer seinna,svo fórum við og hittumst hjá Röggu og fengum kaffi og pönsur og hittum fólkið sem er alltaf svo gott.

 

Kveðja til ykkar allra sem hér koma Heiður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband