Áramótakveðja.

þá er árið 2007 senn á enda runnið og vona ég að allir eigi gott ár 2008.

Hér ætlum við að vera saman með börnunum okkar og litla sokk og Valdimar,Hjalt,Aníta og Björn veerða hér með okkur sem er mikið gaman að geta átt gott gamárskvöld saman.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kveðja Heiður. 

áramótakveðja


Jólakveðja.

Gleðileg jól kæru vinir sem kíkið hér inn....

Kveðja Heiður. 


Þá eru jólin bara næst.

Þá er 17 des liðin og strákalinurinn búin að eiga afmæli þá er hægt að hugsa um það næsta og það eru jú jólin,mér finnst ég ekki geta hugsað um að koma jólunum inn í húsið fyrr en búið er að halda upp á afmælið og í dag er ég búin að vera að pakka inn jólagjöfum og koma því í kassa sem á að fara út á land svo fer ég með þetta í póst í fyrramálið og næst á dagskrá er að þrífa stofuna og setja upp jólatré og er litla gullið á heimilinu frekar spennt fyrir því og hún ætlar að skreita það sjálf.....

Hér hefur ælupest kíkt við ojbara...ekki það skemmtilegasta en þetta er svona Ásta og Sverrir skiptu bróðurlega á milli sín nóttinni í þetta og ég fékk loksins að sofna kl 5,30  í morgunn og það var rosalega gott en þurfti svo að vakna kl 7 til að vekja Auði í skólann og boða veikindi fyrir Sverrir og strax í rúmið aftur og sofið með sjúklingum til kl 11 og þá á fætur en var lengi að vakna.

Mig langar svo að sýna ykkur hvað hún ásta var með flotta fléttu á föstudaginn hún fór í jólaklippinguna og fékk S fléttu í hárið og auðvita tekin mynd afhenni set þetta til gamans hér fyrir neðan. 

Jæja komið gott í dag kveðja Heiður.

ýmislegt des 2007 003

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona er fléttan á hnakkanum.

ýmislegt des 2007 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona önnur hliðin. 

 

ýmislegt des 2007 005

 

 

 

 

 

 

 

 

og svona er fléttan á hinni hliðinni. 

 

 

 


Sverrir Breiðfjörð er 8 ára í dag.

Í dag er hann Sverrir Breiðfjörð 8 ára mikið finnst mér stutt síðan þessi strákalingur minn kom í heiminn.Hér verður svo líf og fjör kl 16 til 18 þá ætla að mæta hér í pitsu og köku bekkjarfélagar hans.

En Sverrir er ekki sá eini sem á afmæli í dag því hún mamma á líka afmæli  ég gleymi aldrey þessum degi árið 1999 þegar sverrir fæddist ég var skráð 24 des og var ákveðin í að þann dag myndi ég ekki standa í að fæða barn og sagði ef barnið ætti að koma í desember þá yrði það 17 desember og jú það gerðist þetta er besta afmælisgjöf sem ég hef gefið henni mömmu og ekki bara það að hún fékk hann í afmælisgjöf þá er mamma fædd kl 3,30 að nóttu og sverrir er fæddur kl 3,40 að nóttu mamma segir að þetta nái ekki skekkju mörkum...ég ætla svo að setja myndir af afmælisbörnum dagsins hér fyrir neðan..Sverrir lítill

 

 

 

 

 

 

 

Sverrir nýfæddur á sjúkrahúsinu í Keflavík.Sokkur Lukka og Snotra 009

 

 

 

 

 

 

 

Sverrir Breiðfjörð með litlu kisuna hans Hjalta.

Nöfnurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo mamma og Ásta Sigríður stóra.

Kveðja Heiður. 

 


Jól,afmæli eða afmæli og jól...

Ég er hér þó ég skrifi ekki mikið ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í tölvunni lesið einstaka síður og spilað svo tölvuleikinn minn á kvöldin og farið snemma að sofa....ég er búin að vera að undirbúa jólin og jú og svo auðvita á prinsinn á heimiliu afmæli í byrjun næstu viku og það er verið að undirbúa stráka afmæli líka.

En við fórum á jólahlaðborð með vinnufélögum Gísla á laugardagskvöldið á Grand hótel og var það mjög gaman og mjög góður matur við vorum ekki með neitt nætur rölt frekar en í önnur skipti þegar við förum eitthvað svona og vorum komin heim um kl 1 sem er frekar seint á okkar mælikvarða.... hehehe.

Svo fórum við á sunnudaginn í jólagjafa leiðangur og vorum við bara dugleg kláruðum allt sem þarf að senda í burtu en eitthvað er eftir sem ekki þarf að senda ég var mjög ánægð með þetta en var þreitt eftir þennan dag,við enduðum svo á að fara í kirkjugarðinn til Himma og kveiktum ljós hjá honum mér finnst leiðið hans fallegt og er komið jólaljós hjá honum sem er fallegt við keyptum luktir sem á að fara á leiðið hans og er Gísli að skoða hvernig hægt verður að festa þær og held ég að lausnin sé komin og verður farið með þær um næstu helgi.

Jú auðvita er þetta ekki alveg tíðinda laus vika...hahaha það er alltaf smá fjör og læti hér já þvottavélin þvoði sinn síðasta þvott hér á mánudags morgunn Frown svakaleg læti og hávaði fylgdi því og belgurinn skröllti inn í henni hún var orðin 10 ára og hefur þurft að vinna mikið öll þau 10 ár og sá ég framm á að þurfa að fara í bæinn og versla eitt stk þvottavél í jólaösinni en hún Ásta vinkona mín átti auka þvottavél sem henni var gefið og mundi ég auðvita ekki eftir því og vinnur hún nú í þvottahúsinu af miklu kappi Smileog fékk ég hana lánaða og ætla ég að fresta öllum kaupum á þvottavél framm yfir áramót.

Jæja nú er ég farin að taka til og haga mér eins og húsmóðir.

 

 


Mynda sýnig frá helginni.

Æj ég er búin að vera ferðlega löt að skrifa hér inn er mest að velta fyrir mér hvernig ég kem væntanlegum jólum inn í húsið en það þokast komin búin að setja upp ljós í herbergin en stofan er eftir puff það hlítur að koma.En við fórum í sumarbústað um helgina með Ástu Gumma og dætrum og var það mjög gott bara slappað af farið í heitapottinn svo fengum við gesti þeir mættu Valdimar,Björn og Haukur Atli og borðuðu með okkur á laugardagskvöldið.Ég set hér myndir frá helginni til að sýna ykkur.sumarbústaður 30,11 til 02,12 2007 015

 

 

 

 

 

 

 

Allir í heitapottinum.

sumarbústaður 30,11 til 02,12 2007 036

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein af settinu.

sumarbústaður 30,11 til 02,12 2007 041

 

 

 

 

 

 

 

 

Frændurnir brosandi út að eyrum. 

sumarbústaður 30,11 til 02,12 2007 059

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var myndataka fyrir jólakort ýmsar stellingar hjá börnunum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband