20.5.2008 | 15:50
Fæsla dagsins 20 maí.
Góðan daginn hér.
Héðan er allt gott að frátta nú er komið að garðvinnu og er ég er alltaf á leiðinni en alltaf skal ég þurfa að gera eitthvað annað eða það koma gestir og garðurinn bíður...hann hleipur svosem ekki neitt þetta er allt í lagi.
En svo er júróvision undankeppnin að byrja í kvöld ég ætla eða var ákveðin í að horfa þá er auðvita þættir sem mig langar að horfa á að stöð 2 og ég hugsa að ég geri það úr því að Ísland er ekki að keppa í kvöld og horfi svo á fimtudaginn.
Við fengum fólk í kaffi í gærkvöldi Ragga,Steinar og Björn komu og fór Ragga að segja okkur frá robot ryksugu sem hún var að kaupa og mig langar í svona sniðugt Ragga verður bara að setja hann í gang næst þegar Gísli kemur við á nesinu
..
En svo er 20 maí í dag og þá fermdist stúlka ein vestur á Patreksfirði árið 1984 og eru sem sagt 24 ár síðan ...... ÚFFF hvað tíminn líður en ég á hér ein mynd af þessari stúlku og set hana hér inn
Vel fléttað hár og blóm í fléttum því þessi unga dama vildi sko ekkert sem heitir slöngu lokkar og þess háttar skraut...og ekki kjól og ekkert stelpu vesen það er vel hægt að hlægja af þessu í dag en sennilega var þetta ekki fyndið árið 1984.
Jæja ég ætla að kveðja í bili og bíð ykkur góðan dag.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.5.2008 | 19:52
Jæja loksins.....
búið að ákveða nafnið á litlu kisu hún heitir Skella Gísladóttir hún er svakalega skemmtileg og mikill leikur í henni ég átti litla mús og hún slæst við hana með miklu hoppi og látum,hún er líka að átta sig betur á nýjum stað og hefur verið bara gaman að fylgjast með henni,það var rosalega gaman að henni í dag þá fann hún úlpu af sverri á gólfinu og tróð hún sér inn í ermina og alveg í gegn mikil skemmtun ég tók auðvita myndir og set hér fyrir neðan.
Hér er trínið í úlpuerminni.
Hér er hausinn.
Sko þetta er alveg að hafast...annar fóturinn..
Sko komin alla leið í gegnum ermina og Ég Bogga og Loftur skemmtum okkur vel.
ÚFF alveg eins og góð lýsing á fæðingu en þetta gæti hugsanlega verið svipað að troða sér í gegnum þrönga ermi
.
Annars allt gott að frétta fellhýsið er komið úr geymslu þá finnst mér sumarið komið nú er bara að fara yfir fellhýsið þrífa og gera klárt fyrir útilegur það er alltaf gaman og ég hlakka til þegar það verður gert...Bogga systir og Lofur komu í dag þau voru með tjaldvagininn sinn í geymslu á sama stað og tókum við hann hér heim til okkar svo komu þau og sækja hann og þarf aðeins að laga undivagninn hjá þeim svo vagninn fór í Keflavíkina til Ástu og Einars en þar á að gera við....systir mín var alveg heilluð af Skellu og vill hún fá að vita um leið og ef hún fær að eignast ketlinga hún náði alveg að heilla þau.
En jæja þetta er gott í bili hér kveðjum við Heiður og fröken Skella Gísladóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2008 | 21:52
góður dansari eð góðir dansarar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 17:12
Ég skal ég vil ég get....
Í dag fór ég og hitt Sólveigu sem ég er búin að hitta í næstum hverri viku síðan í oktober eða nóvember þetta var síðasti tíminn eða ég ætla að heyra í henni í ágúst þá eftir að það verður eitt ár liðið frá því að Himmi dó ég ætla að njóta sumarsins og vera jákvæð og muna að nota allt þetta sem ég er búin að læra hjá henni,ég svaraði nokkrum spurningum hjá henni svona til að mæla á hvaða stigi þunglindið væri bæði þegar ég kom fyrst og svo í dag þetta eru spurningar um hvernig tilfinningar eru til lífsins og ég var með 34 stig þegar ég byrjaði en í dag var ég með 6 stig mér brá eiginlega að sjá þessar tölur og hvað mér leið ýlla og ásakaði mig sjálfa"ef ég hefði gert svona þá hefði hann ekki" þetta var svona en í dag veit ég betur ég gerði allt sem ég gat fyrir hann og fyrir okkur fjölskylduna, ég er mjög glöð með þennan áfanga og nú legg ég af stað með þessi orð....ég skal ég vil og ég get...
Ég er búin að pannta nýjan kross og skilti á leiðið hjá tengdamömmu og verðu hann tilbúin í lok næstu viku svo förum við með hann upp í kirkjugarð þá verður tekið til hendinni hjá henni og gert fínt krökkunum langar svo að setja engil á leiðið hjá henni ég var að reyna að finna hvar væri hægt að skoða þetta á netinu en finn ekki neitt sem mig langar að kaupa ég vil ekki hafa hann stórann og ekki endilega pínu lítinn svona eitthvað þarna á milli ef einhver veit um svona eða búð sem selur svona þá endilega að setja í komment eða senda mér mail heidurs@simnet.is.
En annars er allt gott að frétta það er góða veðrið út og ég inni í tölvunni ....hehehe .
Jæja gott í bili kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2008 | 22:29
Ég var að fá litla
kisu stelpu já hér hefur fjöldi heimilis dýra fjölgað hann Sokkur Gíslason fékk litla systir í kvöld frænka mín vissi að mig langaði í kisu af angúru eða presnesku kini og svo gaut kisa hjá frænu Ástu og Ásta sendi mér mynd af 2 ketlingum sem voru eftir og ég féll alveg fyrir þessari hún er blanda af persnesku kini alveg æðisleg hún er um 6 vikna...Sokkur þurfti að skoða hana vel og þefa mikið og athuga vel hver væri komin á hans yfirráða svæði hér koma myndir til að sína,Mér finnst hún rosalega falleg í kringum augun sést vel á fyrstu og síðustu myndinni hún hefur enn ekki fengið nafn...hugs hugs....
Hér er hún hjá Gísla.
Hvað er þetta ? Sokkur aðeins að skoða...
Hér er svo ein í við bót.
Kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2008 | 13:59
13,Maí 2008.
Góðan daginn.
Hér er bara gott veður í dag engin þoka eins og í gær og til valið fyrir svona kellur eins og mig að nota þetta veður til að þvo þvott og þurka úti .
Eins og ég sagði hér í fæslu fyrir er korssinn á leiðinu hjá mömmu hans Gísla orðin frekar lúinn og ætla ég að fara að finna nýjan kross prufaði að leita á netinu í gækvöldi en fékk frekar lítið ef einhver veit um einhvern sem gerir svona má setja það í komment hér annars ætla ég að athuga þessa staði sem selja legsteina og sjá hvað kemur út úr því.
Húsbóndinn á þessu heimili á afmæli í dag og er ég búin að fara út í búð og kaupa gott að borða ég ætla að gefa honum lærisneiðar steiktar á pönnu.
Hér er Gísli með strákana sína.
Annars veit ég ekkert hvað ég hef að segja er bara hress mér finnst gaman að lesa hjá Röggu sem fór á vestfirðina um helgina og tók smá með af vestfjörðunum með sér á sunnlenska malbikið oh það hefði verið gaman að fara með henni mér finnst líka svo gaman að frænka Röggu sem býr í Hænuvík pabbi minn er fæddur í þessari sveit og þangað tengist Hilmar sem tengist svo mér og pabba allt fer þetta í hringi.
En jæja farin að gera eitthvað af viti ef ég hef mig upp í það kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.5.2008 | 20:59
Hvert erum við að fara ?
Jæja þetta er búið að vera góður dagur okkur langaði að fara eitthvað og gera eitthvað fyrir börnin í dag og var fyrsta hugmynd að fara í bíó en þegar búið var að skoða bíóauglýsingar þá voru bara engar mydir sem okkur leist vel á sem hentaði öllum aldri svo það var ákveðið að fara bara af stað og láta það ráðast hvað gert yrði...og á leiðinni kom upp hugmynd að fara og fá sér pizzu og var farið á Pizzahut á suðulandsbrautinni eins og við gerðum stundum þegar við vorum bara 2 og sögðum við börnunum það og fannst þeim sniðugt að borða á sama stað og mamma og pabbi gerður í "gamladaga" en svo vildu þau vita afhveju við fórum á þennan stað frekar en einhvern annan og sögðum við þeim að við áttum heima rétt hjá þegar við vorum bara 2 og vildu þau endilega fá að sjá húsið svo það var farið og keyrt framm hjá Hrísateignum.
En svo var haldið upp í smáralind við þurftum að komast í 3 búðir sem eru allar þar og var fyrst farið í BT það þurfti að kaupa nýjan skjá því minn gafst upp hér fyrr í vikunni og er maður bara komin með 21" græju fyrir framan sig uss savakalega flott og ég ákvað að kaupa annan fyrir kallinn og gefa honum hann í afmælisgjöf það styttist í það hjá kallinum og Auður fékk gamla skjáinn hans sem ekki veitti af.En svo var skundað í ísbúð búið að lofa ís á litla mannskapinn og eftir það var farið í mína uppáhalds búð þangað þurfti ég að fara til að kaupa mér buxur orðin eitthvað fátæk af því svo sá ég bol og keipti mér svoleiðins en svo var endað á að fara í Hagkaup meistara Sverri vanntaði gúmítúttur og var orðin frekar fúll yfir því að það væri komið sumar og engar gúmmítúttur Auður fékk strigaskó og Ásta fékk stígvél....það gengur víst ekki að hafa hana í loðfóðruðum stígvélum á sumrin og svo var keyptir 2 bolir á kallinn svo allir fengu eitthvað.Svo var ákveðið að kaupa rós til að fara með til Himma og mér fannst rósinn svo dýr miðað við búnt svo ég keypti 10 og ætlaði að setja eina hjá Himma og setja svo restina hér á boriðið hans hér heima.
Svo var farið upp í kirkjugarð til Himma og sett rós hjá honum og þá sáum við að glerið í annari luktinni var brotið svo við tókum hana með okkur heim held samt að þetta hafi bara verið rokið eða ég ætla að trúa því,svo vildi Auður fara til ömmu Dísu (mömmu Gísla) og héldum við í þá átt en stoppuðum hjá Erling Pétursyni frænda (nammi frænda eins og börnin kölluðu hann) og settum rós þar líka svo var haldið áfram og farið til ömmu og þar var líka sett rós og er krossinn hjá henni orðin frekar lúinn og nú ætlum við að fá nýjan kross og nýtt spjald hjá henni og finnst mér það svo skrítið að hún hét Jónína Þórdís Helgadóttir en það stendur bara Þórdís Helgadóttir og finnst mér að það megi alveg breita þessu,en svo var haldið heim á leið og var ákveðið að koma við hjá pabba Gísla líka hann er í kirkjugarðinum í Hafnarfirði og fórum við fyrst til Erlings æskuvinar Gísla og þar var sett rós líka svo var farið til Hafsteins afa og þar var sett rós líka...þetta var gott labb um kirkugarðana og líka fyrir krakkana því þau þekkja ömmu sína og afa ekki nema af myndum ég er líka mjög ánægð með að hafa eitt deginum svona vel,ég er líka ákveðin í að fara og taka til á leiðinum hjá Dísu það þarf alls ekki að vera svona,svo með rósabúntið já ekki veitti af að kaupa eitt búnt en hver skildi hafa breitt þeirri ákvörðum ? held stundum að okkur sé stjórnað.....
En þetta er orðið gott í dag þangað til næst kveð ég.
Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2008 | 10:55
Mæðradagurinn.
Mæðradagurinn blandast Hvítasunnudeginum þetta árið.
Langaði bara að óska öllum mömmum til hamingju með daginn.
Ég er búin að fá knús frá mínum ormum sem er auðvita yndislegt.
í dag reikar hugurinn til Himma sem alltaf mundi eftir þessum degi elsku kallinn hann var bestur og söknuðinn er mikill.
Vona svo að allir eigi góðan dag.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 16:45
Stutt glogg í dag.
Héðan er allt gott að frétta.
Hér kemur blogg úr fartölvunni og vonandi þurkast ekki allt út eins og í gær var búin að skrifa helling og svo þurkaðist allt út talvan mín er semsagt ekki í lagi skjárinn hruninn
og veit ég ekki hvað ég geri en ég nenni heldur ekki að spá mikið í það núna.
En læknirinn er búin að hafa samband út af langtíma sykrinum hjá mér og er allt í góðu lagi er sem sagt gott jafnvægi á sykrinum sem er auðvita frábært og ég afskaplega glöð .
Ég bíst við að mamma sé að fara heim til sín um helgina loksins er hún búin að fá leifi til að fara heim í bili en á að mæta aftur í byrjun Júlí og hún er afskaplega fegin og skil ég það vel því heima er best.
En það er ekki meira sem ég ætla að skrifa hér núna.
Ég segi bara góða helgi hún er löng þessi helgi veit ekki hvenær ég nenni að skrifa næst.
Góðar stun dir kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2008 | 15:49
8 maí 2008.
Halló allir....
Jæja sú gula og glaða er bara mætt í Grindavíkina og fötin af börnunum blakta á snúrunum úti.
Sjúkingarnir fóru í skólann í morgunn og vonandi er öll veikindi búin hér,það eru allir þá hressir hér
Ég fór til læknis í gær bara svona smá eftirlit eins og ég hef gert síðan í oktober eða svo það er allt gott hjá mér og ég ætla að halda bara áfram að feta veginn hægt og rólega á mínum hraða en svo er eitt sem ég bað um að láta athuga og það er langtíma sykurinn hjá mér ég er auðvita í hellings áhættuhópi með sykursíki og hef ég aldrey haft miklar áhyggjur af þessu en svo þegar ég og Bogga systir fórum og hittum hjúkrunarfræðing á göngudeild sykursjúkra um daginn fór hún að spyrja okkur út í hvort við létum ekki fylgjast reglulega með okkur og spurði líka hvort við værum fæddar sykursíkisbörn eða hvort hefði greinst sykur hjá okkur á meðgöngu nei við höfum ekki gert það og ég sagði henni að ég væri fædd sykursíkisbarn og það greindist sykur hjá okkur báðum á meðgöngu og þá sagði hún að ég væri jafnvel í meiri áhættu úpps ég vissi það ekki þó ég vissi að ég væri í áhættu svo ég notaði tækifærið og talaði um þetta við Geir læknir hann var alveg sammála og sagði svo ofur fínt það væri líka gott að láta fylgjast með bara af því að ég væri ekki alveg í kjörþyngd (þeghar ég sagði Gísla þetta spurði hann mig hvort ég hefði ekki spurt læknirinn hvort honum fyndist ég feit...ég sagði NEI Gísli maður er kurteis við læknirinn en auðvita hef ég oft fíflast með mitt vaxtarlag við vini mína) en semsagt ég átti að fara í blóðprufu og vera fastandi(og hvernæt verður maður mest svangur og hugsar mest um að fá sér að borða)en ég mætti á heilsugæsluna kl 8,30 í morgunn alveg að missa mig í óþolinmæði eftir að fá mér kaffi og síkó ok ég þurfti að bíða smástund og svo kom að því að láta pumpa úr sér nei ég er ekki svo auðveld að það sé bara stungið og dælt út það var sama rútínan og venjulega leita af góðrui æð til að fá blóð en engin æð þær skreppa alltaf saman og endar þetta að ég er meðhöndluð eins og börn það er tekið blóð úr handabakinu á mér Ásta Sigríður var með mér og ég held að hún hafi fundið til fyrir mig allavega gretti hún sig ægilega og spurði mamma er þetta ekki vont....en svo er að vænta að ég fái að vita eitthvað á morgunn allavega er ég skráð í símatíma hjá Geir.
Jæja ég held að það sé ekki meira í bili en ég þarf að fara og ná í Ástu Sigríði á leikskólann...
Njótið dagsins og stundarinnar kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)