Gæti verið að það værir gestur hér.

Góðan daginn.

Mig langar að segja ykkur frá dularfullu útvarpi...en þannig er að ég er með lítið útvarp í eldhúsinu hjá mér og svo fór ég að taka eftir því fyrir svona hálfum mánuði að útvarpið fer alltaf í gang klukkan 11.36 (eftir klukkunni í tölvunni) ég var ekkert að velta þessu fyrir mér neitt sérstaklega en hugsað er útvarpið orðið sjálfstætt en svo gerist það fyrir svoan 3 til 4 dögum að útvaripð fer að taka upp á því að slökkva aftur á sér klukkan 12.36 (enn eftir tölvunni) og þá fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér hvaða sjálfstæða útvarp ég væri með í eldhúsinu W00t..en mér datt eitt í hug sennilega er einhverjum sem finnst ég ætti að fylgjast betur með fréttum því þetta er jú svona ca á frétta tímanum á Bylgjunni....langaði bara að deila þessu með ykkur.

En svona af heimilislífinu eru tveir sjúklingar Auður er búin að vera heima með hálsbólgu og hita síðan á mánudag og Sverrir fékk einhvern svima hér rétt áður en hann átti að leggja af stað í skólann í morgunn og ég vildi ekki senda hann annars finnst mér hann eitthvað slappur en ég ætla að sjá til hvað margir fara í skólann á morgunn..annars er allt við það sama ég er búin að vera frekar löt við allt alveg sama hvað það heitir og þess vegna ekki skrifaði mikið en hér fáið þið eina dularfulla sögu af útvarpi....Whistling.

Og afþví ég er löt þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili en dett inn ef mér dettur eitthvað í hug.

Vona svo að allir eigi góðan dag það sem eftir lifir.....lifið heil. 


Föstudagur.

Góðan daginn hér.

Í gær fórum við í Keflavíkina og þurftum að fara í Húsasmiðjuna og ná okkur í meira til að bera á grindverkið þegar við vorum búin að gera það var upplagt að skreppa í Bónus og ná í eitthvað í matinn svakalega gott ef maður kemst barnlaus svo skruppum við í hjólabúðina(oh alltaf í hjólabúðum núna) nei það þurfti að kaupa nýjan hjálm á Auði hún tíndi sínum,,,hvernig sem það er hægt en við fengum fínan hjálm og auðvita er ekki hægt að sleppa litlu börnunum svo Ásta fékk körfu og stól fyrir dúkkuna og Sverrir standara og allir svaka sáttir,en svo datt okkur í hug að kíkja í tölvubúð okkur er búið að langa að kaupa fartölvu og flakkara lengi og erum búin að vera lengi á leiðinni í þann leiðangur og jú það var keypt talva og flakkari þá vantar ekki þessi tæki á þetta heimili það er mjög sniðugt að hafa þetta með þegar við erum að ferðast þá er hægt að horfa á mynd ef veðrið er leiðinlegt ferðuðumst með vinum okkar í fyrra sumar sem gerðu það og jú þetta er sniðugt.

En svo endað á að skutla Auði í Njarðvík í helgar gistingu og var hún rosalega spennt mátti mæta með sundföt og fara með Hilmari í ungbarnasund ekki leiðinlegt það var æðislegt að kíkja á litla manninn sem var svo vel vakandi og rosalega skemmtilegur.

Ragga hefur verið með fæslu um að stofna samtök þeirra sem mist hafa í sjálfsvígum að mínu mati er það nauðsynlegt að stofna svona þið getið skoðað þetta hún er efsti bloggvinur hér til hliðar. 

Jæja það er ekki meira í bili best að reyna að taka aðeins til því hinn helmingurinn er úti að bera á grindverkið kveð að sinni  bless Heiður.


Endilega að skoða.

Ég ætla ekki að blogga mikið núna en ég var að lesa hjá Röggu mjög góður pistill hvet alla til að lesa og ef einhverjir vilja nýta sér það sem hún tala  um þá endilega að gera það hér er linkur www.hross.blog.is/blog/hross/ ef einhver skildi koma hér inn sem ekki hefur komið til hennar.


1 mai 2008.

Þá er verkalýðsdagurinn 1 Mai runninn upp bjartur og fagur en í dag er reyndar tvöfaldur frídagur í dag er líka uppstigningardagur sem gerist á 105 ára festi minnir mig að hafi verið að tala um í útvarpinu í morgunn...

En það er annað merkilegt við 1 mai í minni fjölskyldu því hún elsku besta systir mín á afmæli í dag,mér er það svo minnis stætt frá því að ég var lítil að mér fannst alveg hrikalegt svindl að allir flögguðu íslenska fánanum bara af því að Bogga ætti afmæli allt var reynt að segja mér að það væri ekki verið að flagga bara fyrir henni því það værir verkalýðsdagurinn en ég skildi það ekki alveg örugglega vegna þess að ég vildi ekki skilja það en hann pabbi átti fána á fánastöng svona borð skrut og fékk ég það inn til mín á minn afmælisdag til að róa litlu frekjuna eins og systkini mín skilgreina mig sem barn og kannski líka stundum sem stóra.En til hamingju með afmælið elsku Bogga mín.

Svo langar mig að segja ykkur eitt...hún Auður dóttir mín er engri líkW00t...í gærkvöldi fékk ég sms ok og ég var að horfa á TV og nennti ekki að standa upp alveg strax því myndin var alveg að verða búin en svo kemur hún og segir...mamma þú ert búin að fá sms ætlar þú ekki að lesa það svo kom hún með símann það er semsagt verið að bjóða Auði að koma í helgar gistingu og ég sá að Auður er á msn inni í herbergi og ég fór inn og spurði Auði hvort hún hafi verið að tala við þessa konu....og hún sagði ha gæti verið Blushen ég hringdi svo og talaði við þessa konu og Auður er að fara að gista inn í Keflavík um helgina hjá Sollu,Jóni og Hilmari Reyni litla sæta..ég bauð svo Sollu að skutla henni eftir kvöldmatinn á morgunn og þáði hún það Auður þarf að fara á fimleikaæfingu er búin svo seint en auðvita græði ég bara á því þá get ég kíkt pínu inn og knúsað Hilmar litla InLove.

Man ekki eftir meira sem mig langar að deila með ykkur svo ég kveð yfir og út....

 


Vatnstankur í Flatey.

Þetta er gaman að sjá mikið gleður þetta mig,Flatey er svo fallega eyja og gaman að koma þangað og ég tala nú ekki um húsin sem á eyjunni eru þetta er eins og að koma í annan heim en við þekkjum uppi á landi,móðir mín er fædd á eyju einni við Breiðafjörð og þykir mér þessar eyjar algjör paradís.
mbl.is Tímamót fyrir Flateyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband