14.6.2008 | 22:32
Slátturvélga bani eða ekki.
Mig langaði svo að gera smá könnun hér á þessu heimili og hún var upp á það hvort ég væri hinn raunverulegi slátturvéla bani
eða ekki og niður staðn er sú að ég er ekki slátturvéla bani
,ég semsagt ákvað að slá með slátturorfinu þetta sem á að vera kartöflugarður en er firverandi kartöflugarður hann er gróinn upp og það er enginn venjuleg slátturvél sem slær hann svo þá er tekið framm slátturorf og það bilaði ekki
mér til mikillar gleði og svo þurfti að raka og ég plataði gestinn minn eða þennan frábæra frænda minn til að raka og gerði hann það vel með aðstoðar mann að nafni Ásta Sigríður.
En úr því að slátturorfið kom heilt úr úr þessu ævintíri þá kom bakið á mér heldur verr út ég er sko alveg skað brunnin á bakinu öxlum og hálsi og niður á bringu já sólarvörnin gleymdist alveg
og nú er kallinn bara látin bera kælikrem á bakið á mér en "kaldir bakstrar sendist heim til mín"
.
Annars er allt gott fyrir utan brunarústir,Auður kemur heim á morgunn og er mig alveg farið að hlakka til að fá stóru rófuna mína.
Man bara ekki eftir fleyru í bili eða ég verð að láta bera á brunasrústirnar......
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.6.2008 | 13:45
Mamma kannski veiði ég fisk./viðbót aflafréttir.
Jæja hér er ég mætt er að jafna mig en í gær var ég bara slöpp og hreinlega lasin og þess vegna var rúmið mitt eða bara stofusófinn minn besti staður í gær og þess á milli leit ég í tölvuna en er brattari í dag en eftir mig samt.
En burt séð frá því langar mig að fá mér smá göngutúr í dag og anda að mér fersku lofti sem mér veitir ekki af ,en í dag er enginn fótbolltaskóli hjá Ástu og er hún bara að leika við bestu vinkonu sína hana Emiliu Hrönn,Sverrir fór glaður og hress eins og það hefur verið alla vikuna með veiðistöng í pokanum og á að fara að veiða á leikjanámskeiðinu hann kvaddi mig með þessum orður"mamma kannski veiði ég fisk og þá kem ég með hann heim"svo kom stórt bros.
Ég er farin að sakna Auðar hún hefur aldrey verið svona lengi í burtu í einu en í gær var vika síðan hún fór en hún kom í tæplega klukkutíma stopp á sunnudags kvöld en þetta fer að stittast hún kemur heim á sunnudaginn ég þarf bara að venjast að hafa ekki stóru stelpuna mína alla daga.
Er bara búin að hafa það frekar rólegt í morgunn þvo þvott horfa á sjónvarp og var ég að horfa á fréttir á stöð 2 í hádeginu og eftir fréttir kom markaðurinn þáttastjórnadinn hann Sindri ætlaði að tala við Geir Haarde en Geir vildi ekki tala við sindra og sagði hann dónalegan úpps hvað sagði Sindri svona dónalegt ég gat ekki séð neitt...en það er hægt að skoða þetta viðtal inni á visir.is mér fannst Greir bara hrokafullur.
Jæja ég veit ekki meira sem ég ætlaði að segja hún Skella mín er að fá sér blund hér á tölvuborðinu hjá mér þetta gerði Sokkur líka en langar að sýna ykkur uppáhalds svefnsatðinn hennar Skellu til gamans.
Og ef Gísli er ekki heima á kvöldin þegar hún vill leggja sig ráfar hún um stofuna og mjálmar þangað til ég sest og þá leggst hún...og stein sofnar.
Ég ætla að kíkja aðeins út í góða veðrið vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður.
--------------------------------------------------------------------------------
Viðbót.
Sko minn maður veiddi einn fisk kom svo glaður með fiskinn heim og auðvita var tekin mynd af veiðimanni með fisk.
Hér er sverrir með fiskinn .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.6.2008 | 21:57
Sláttur eða bara ekki sláttur.
Jæja er loksins komin við tölvuna er búin að vera á leiðinni síðan fyrir kvöld mat að hripa hér eitthvað niður en jæja hér kemur dagurinn.
Ég fór í fínan göngu túr með Ágústu og Ástu og fylgdu dætur okkar Ástu með og þeirra börn þetta var mjög hressandi svo var komið heim um 11,30 gefa börnunum að borða en Sverrir þurfti að vera mættur kl 12,30 á leikjanámskeiðið hann er svo svakalega ánægður og þið getir ekki ýmindað ykkur hvað mamman er glöð með það,hann fór í gær í hjólatúr og eins og hann sagði sjálur"ég hjólaði næstum til þorbjörn"svo í dag var farið í vatnaveröld í Keflavík þvílíkt stuð hjá honum,en svo er Ásta í fótbolltaskóla og finnst henni það mjög gaman en svo í dag sagði hún við mig mamma ég verða að fá svona fótbollta legg (fótbollta legghlífar) það er svo vont að bolltinn fer í löppina og við fórum og keyptum svona fótbollta legg í dag og bíður hún spennt eftir að mæta með þær á morgunn svo fór ég og borga námskeiðið í dag og hitt þjálfarann hann gaf henni mikið lof og sagði að hún væri svakalega dugleg og hefði mikið úthald og það vanntaði alltaf svona duglegar stelpur í fótbolltan og kvatti mig til að kvetja hana áfram og skoða að hún myndi þjálfa áfram eftir námskeiðið ég varð nún voðalega ánægð að heyra þetta
.
En svo þegar var búið að kaupa fyrir Ástu var farið og kaupa í matinn og svo heim og ég alveg ákveðin í að nú ætlaði ég að fara út í garð og slá blettinn jú ég arkaði út í bílskúr og náði í sláttuvélina og rogaðist yfir pallinn með hana ein og svo hófst slátturinn og gekk vel þangað til slátturvélin vildi alls ekki slá meira varð nú fekar fúl út í rauðudrotninguna en ég kom henni ekki í gang og hugsaði að nú gæti Gísli átt við hana og hún vill alls ekki hlíða Gísla heldur ARRRRRG svo bletturinn minn er hálf slegin hér fyrir utan var næstum búin að kláta hér fyrir framan hurðina þetta er eins og bletturinn sé með svona hana kamb...heheh.
En svo þegar við vorum búin að gefast upp á að bjástra við slátturvélina þá kom strákur og sagði að Ásta hafi meitt sig á leikskólanum Laut og var rokið og ná í gullið hún var grátandi þegar mamma kom en fór að hágráta þegar hún sá mömmu svo það varð að skella upp hjúkkubúningnum og plástra litla gullið sitt og þurka tár og kissa og knúsa mikið en svo langaði hana svo að hitta vinkonu sína og sýna henni plásturinn og ég sagði þú getur ekki farið svona grátandi þá kom hjá henni mamma huggaðu mig bara einu sinni enn þá get ég hætt og ekki gleyma að þurka tárin og nú eru þær vinkonur inni að hlusta á Sveppa og allt er að verða gott.
Jæja þetta er orðið gott í kvöld og bíð ykkur góða nótt.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 17:54
Riddari götunar.
Hér kemur rauði hippinn...en það var alls ekki aðalmálið....
Aðalmáið er að Gísli fór í mótorhjóla prófið í dag og hann náði því sko kallinn .
Ein góð vinkona mín hún Ásta vildi endilega að fá gott lag fyrir kallinn og læt ég það fylgja hér með...
http://youtube.com/watch?v=6HQYlCNma9A.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.6.2008 | 18:28
Í sól og sumar yl.
Góðan daginn hér...jæja bara frábært veður hér í Grindavíkinni í dag og búin að vera úti í mest allan dag sem er bara frábært...við vöknuðum ekki fyrr en rétt fyrir 10 í morgunn og Sverrir settur í bað eftir morgunnmat en litla skottið hún Ásta vaknaði kl.11,30 svo var fengið sér bita í hádeginu en í dag byrjaði Sverrir á leikjanámskeiði kl.13 og voru hjólin tekin framm og hjóluðum við saman upp í Þrumu þar sem námskeiðið er svo héldum við áfram ég og Ásta og fórum í smá heimsókn á leikskólann hennar Krók hér var eitt og annað sem Ásta hefði fengið lánað og við fóru og skila Ásta var hálf feimin því allir voru svo glaðir að sjá hana og besta vinkona hennar koma hlaupandi og þær féllust í faðma oh þetta var svo sætt ,svo var hjólað heim en þegar við vorum komnar að húsin hjá Ástu vinkonu minnar stóð hún úti á miðri gangstétt og sagði okkur að Emilia hefði farið í fótbolltaskóla og Ásta vildi fá að fara líka svo það var stokkið upp í bíl til Ástu og upp í gulahús og Ásta ætlar að vera í fótbolltaskæola í 3 vikur kom heim sæl og ánægð eftir æfingu,en ég fór og kíkti á hana Grímu vinkonu mína (hundur sko)ég hef ekki séð hana í 10 daga eða svo vá hún er orðin svo stór við sátum út á bletti í góða stund ég og Ásta vinkona svo hjólaði ég heim svo kom Siggi sem sér um að tréin mín séu vel til höfð og það þurfti að eitra og var úðað yfir allt en svona til pínu skemmtunar þurfti að ná inn köttunum svo þeir yrðu ekki eitraðir líka og það hófst svaka eltina leikur við að ná Skellur úr trjánum hún ætlaði bara að vera þarna
en ég ekki jafn ákveðin í því
,en svo ákvað ég að fara og redda mér smá mold í ker og setja sumarblómin í sem áttu að vera komin til skrauts hér fyrir utan fyrir löngu en sko eru komin til skruats en mig vanntar fleyri potta eða drepa blómin hér fyrir utan.
Auður fór í ferðalag með Erlu frænku sinni um helgina og kom heim um 22. í gærkvöldi alveg í skíjunum eftir vel heppnaða helgi og svo fór hún á bát niður á svo sagði hún:mamma ég hennti mér sjálf í ánna geggjað gaman og brosti út að eyrum en stoppið var stutt hjá mömmu og var skipt um í töskunni og komin í Keflavík kl. 23. til Ástu frænku að passa litlu sætu Eyjólf og Ágúst og kemur ekki heim fyrr en á sunnudag.
Jæja þetta er gott hér í bili þarf að finna eitthvað að borða handa glorhungruðum börnum .
Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2008 | 20:37
Ég er búin að vera í
Afslöppun í mest allan dag eða ég er ekki búin að gera neitt, Grillið var æðislegt í gær rosalega gott að fá grillað kjöt og með læti....eftir veturinn....namm
En gesturinn er farin og ætlar að koma aftur á morgunn en fer svo austur heim til sín á mánudaginn það var auðvita fjör þegar koma gestir sem ekki koma oft þá er bara spjallað farmm eftir öllu og það var gert í gær.
En svo þegar ég vaknaði í morgunn hentist ég frammúr því Sverrir þarf að fá lyfin sín ekki seinna en 10 á morgnana og klukkan var 9,55 hussss og dagurinn hefur farið í bara leti ég lá í sófanum og horfði á bíórásina mjög góð dagskrá í dag en svo þegar klukkan var að verða 16 þá var ég orðin frekar þreitt að liggja svo ég fór að athuga með saumadótið sem ég vissi að var til hef ekki hreift það í bráðum 3 ár og jú ég settist í sófann og fór að sauma hunda mynd sem ég fann í skúffunni, fyrir svona 5 árum panntaði ég upp úr saumalista litlar fallegar myndir sem hægt er að sauma nafn og fæðingar dag barnsins og panntaði ég 4 eina fyrir öll börnin á heimilinu svo var fólk að skoða þetta hjá mér og allir vá hvað þetta er sætt og fékk ég þá hugmynd ég fór og keipti garn og stramma og ég saumaði fyrir allt litlafólkið í fjölskyldunni á þeim tíma og gaf í jólagjöf held að þetta hafi endað í 13 myndum úffff hvað ég var komin með nóg eða bara alveg upp í kok af þessu munstri og svo um daginn þá fer vinkona mín að spyrja mig hvort ég myndi vilja sauma svona fyrir dóttir sína því ég hafði gefið syni hennar eina mynd ég sagði auðvita já ég skal gera það svo ég skoðaði munstrið í dag og ég er að hugsa um að gera svoan fyrir eina litla vinkonu tvo litla frændur og svo áttaði ég mig á að ég á einn lítinn vin í viðbót sem mig langar að gefa líka eina....
Jæja ég man ekki meira í bili svo ég kveð í bili kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.6.2008 | 12:51
Ferðalög grill og aðeins meira.
Góðan daginn hér.
Komin föstudagur og vikan á enda jæja hér glaðnar yfir veðri sú gula fain að láta sjá sig og þá glaðnar maður í hjartanu,hér verður líf og fjör í kvöld ætlum að hittast nokkrir vinir og fjölskyldur og grilla saman hér er að mæta góður vinur af Austfjörðum.
Er að reyna að taka til og undirbúa grillið eða á að vera að gera það ,Auður verður að vísu ekki með okkur því hún fór í gærkvöldi til Erlu frænku sinnar og ætlar með henni í útilegu í Skagafjörðinn sem verður örugglega gaman þær eru svo góðar þessar frænkur svo kemur hún heim á sunnudags kvöld þá er að skipta út skítugum fötum og bæta við hreinu og svo skutla ég henni í Keflavíkina en þar ætlar hún að passa 2 ára frænda sinn í sumar hún verður í burtu í viku og heima í viku og er stefnan tekin vestur á hótel ömmu á Patró fyrstu vikuna uss mig langar með...en ekki er allt í boði svo ég verð að fara seinna og anda af mér vestfisku eðal lofti
.
Litlu krakkarin eru bara að leika sér hér er staddur vinur Sverris hann átti heima hér í eitt ár og flutti svo norður í land og urðu miklir fagnaðar fundir þegar hann kom og Sverrir er alveg í skíjunum.
Sverrir ætlar að fara á leikjanámskeið sem byrjar á mánudaginn og verður það gaman við erum búin að fá dagskrá og verður nóg að gera hjá honum þessa daga.
Þetta er orðið gott er farin að taka til og fara svo í búð heyrumst kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2008 | 17:00
Góðir hlutir gerast hægt.
Eða það ætla ég að vona,mig langar að segja aðeins meira um þessa fæslu sem ég skrifaði í gær svona smá frammhald http://www.snar.blog.is/blog/snar/entry/559299/#comments hér er hún,það var hringt í mig í gær dag og var það sálfræðingurinn hennar Auðar við ræddum aðeins þetta viðhorf félagsmálayfirvalda og sagði ég honum að ég væri mjög sár og mér þætti gengið á okkar rétt og barnsins okkar hann var alveg sammála mér og spurði hann hvort ég vildi ekki nýta mér það hann bauð á fundinum sem er að taka Sverrir inn í ákveðið teimi sem HSS er með en það verður sennilega ekki fyrr en í haust og þetta gæti hjálpað honum ég auðvita þigg það ég í raun þigg allt sem getur hjálpað.En svo spurði hann hvernig mér liði sjálf ég auðvita vildi meina að ég næði mér hægt og rólega en málið er að hann vill líka að við foreldranir fáum hjálp til að vinna úr fyrr reinslu við félagsmálayfirvöld það er þegar ég barðist sem mest Hilmars vegna,ég eins og ég sagði áðan ég þigg allt sem getur hjálpað og sem sagt er hann farin af stað að ganga í mál fyrir alla fjölskylduna hann ætlar að tala við Sólveigu sem ég var hjá í vetur og fá hana og svo eitthvað meira sem ég veit ekki núna alveg hverir verða en hann ætlar að ræða við félagsmályfirvöld um að þau komi að einhverju leiti inn ekki með aðstoð heldur að þeir greiði kostnað af þessu.
Ég er auðvita klökk og ofsalega ánægð ef þetta gengur upp svo ég er lögð af stað þennan þrönga bata veg segi ykkur meira þegar ég veit meira um þetta allt,einnig vil ég þakka ykkur kæru vinir fyrir kommentin hér í fyrri fæslu þetta gerir ótúlega mikið fyrir mig og okkur öll hér.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.6.2008 | 11:10
Hvernig virkar kerfið ? það er fallið í mínum augum.
Þessa dagana eru ákveðnir hlutir að pirra mig,mig langar líka að segja hér 2 sögur bara til að sýna að mér finnst kerfið rotið ég vona líka að ég halli ekki á neinn þó ég komi hér með mína sögu og mitt álit.
Hér kemur fyrri sagan:Eins og flestir vita átti og á enn ég stjúpson og þótti og þykir enn mikið væntum þennan strák þetta er hann Hilmar hann var eitt af þessum börnum sem var greindur ofvirkur með athygglisbrest misþroska og allan þann pakka það var þannig að hann fór sínar eigin leiðir í lífinu og hann þurfti mikið aðhald hann átti erfitt félagslega en hann átti einn góðan vin hann tók líka þátt í ýmiskonar uppátækjum sem oft varð til þess að löggan þurfti að skipta sér af,og var það að félagsmála yfirvöld hér voru oft í hans málum sökum aldurs mitt mat var það að hann þurfti hjálp og þannig hjálp að kerfið varð að vinna með og taldi ég líka að gott hefði verið að okkur foreldrum hans væri leiðbeint á einhvern hátt hann átti líka 2 sett af foreldum sem elskuðu hann og vildi allt gera til að hjálpa honum í stuttu máli barðist ég við kerfið í mörg ár eða frá 1998 til 2003 held svona nokkuð rétt,eina lausnin var að senda hann í sveit út um allt land til að kvíla okkur foreldrana stundum hélt ég líka að þetta væri lausn en það var það alls ekki það var ekki gert neitt fyrir hann eða neitt til að hjálpa honum félagslega og ég held í dag að það var stæðsta vandamálið hans,svo varð hann 18 ára og þá geta foreldrar ekki gert mikið en eins og flest vita þá dó hann í ágúst 2007.
Og þá má segja að það byrji nýr kafli af erfileikum sem saman stendur af sektarkend ásökunum og ótal spurningum en engum svörum heldur kemur hér prestur og flytur manni þessar hörmulegu fréttir og hvað engin hjálp til okkar sem eigum um sárt að binda(ég skrifaði um áfallahjálp 27 apríl og er hún hér aftar ef einhverir vilja lesa) hann átti mörg systkini sem við foreldrarnir öll 4 höfðum áhyggjur af.
Hér kemur önnur saga:En svo er það eins og hlutirnir eru í dag,eftir svona áfall brestur eitthvað og ég einfaldlega brotnaði alveg samna og hugsaði stanslaust ef ég hefði gert svona þá hefði þetta kannski ekki gerst ég fór að naga mig að innan og smátt og smátt brotnaði ég alveg niður og gat ekki meir en eins og þeir sem hafa fylgst með hér fór ég í viðtöl í vetur og er auðvita miklu betri en það er líka langt eftir,en staða mín og minna barana er þannig að 2 börn í skóla og 3 barnið fer næsta haust og hef ég þurft að berjast við skóla kerfið í 7 ár eða allt frá því að Auður byrjar í skóla(hún er greind með athyglisbrest) hún er ýlla stödd námslega en alveg rosalega vel félagslega en svo þegar Sverrir byrjar í skóla fyrir 3 árum þá einfaldlega passaði ekki þetta fyrir hann og upp komu stór valda mál í skólanum og að endanum gáfust allir upp og vegna þess að Auður var með sérfræðing var ég beðin um að athuga hvort hún gæti greint hann sem fyrst ég var búin að hafa áhyggjur af honum lengi og búin að ræða um það við læknirinn og hún sagðir að um leið og ég fengi skólann með mér þá eitt símtala og hann inn(Sverrir greindist í 1 bekk)það kom svo í ljós að Sverrir greindist með ofvirkni og athygglisbrest og skoraði hann mjög hátt hann á líka félagslega erfitt en þá var hann búin að missa allt fyrsta árið úr skóla og þá eðlilega koma farmm námserfileikar og er ekki búið að vinna úr því,en í vetur var það gert að Sjónarhóll var fengin inn í málið og er ég mjög sátt við það þeir vildu fá félagsþjónustuna inn á fundi til að kanna hvort væri eitthvað hægt að gera fyrir Sverrir og líka hvort hægt værir að fá stuðning fyrir börnin til að við sem foreldra gætum unnið úr okkar málum og svarið var NEI við fáum einfaldlega ekki neitt, fyrst kom starfsmaður frá félagþjónustunni og gat hún litlu svarað en svo í gær var fundur til að fara yfir veturinn að loknum skóla og undirbúa næsta vetur og mætti félagsmálastjóri og hef ég ákveðið að fara ekki framm á neitt nema ef hægt væri að hjálpa Sverri félagslega Nei hann fellur ekki inn í þetta út frá þroskaskalanum skalla ég sagði þá að félagslegir efrileika væri mjög erfið mál og svarið sem ég fékk frá félagsmálastjóranum var vissulega en hann fellur ekki inn þroskalega séð,mér var bennt á leikjanámskeið fyrir hann og sagði ég að ég hafi sótt um það og hafi viljað fá 2 námskeið en ég get ekki fengið nema 1 og 1/2 því það var allt full á fyrsta og 2 og 3 skarast á okkur var ekki einu sinni boðin hjálp við að græja það ég nefdi líka að mér hefði fundis gott ef hægt hefði verið að hafa leikjanámskeið í júlí en þá var mér bennt á að sennilega yrði smíðavöllur hér og gæti ég notað það gott og vel ég get það en ég verð að vera með honum þar(þar sem oft er allt skemmt þar og hann á mjög erfitt með alla höfnun),ég hefði vilja fá stuðnings fulltrúa fyrir hann sem einmitt gæti farið með honum þetta því ég er með fleyrir og yngri börn og á ekki að þurfa að fá barnapössun fyrir Ástu svo ég geti farið með Sverri en get vissulega tekið hana með en stundum er það að hana langar ekki að gera það sama og hann og niðurstaða mín er að félagsmála yfirvöld hér eru jafn ýlla sett með hjálp fyrir börn með þessa greiningu eins og Sverrir og var þegar ég fór fyrst vegna Hilmars.
Þetta er svona í stórum dráttum alls ekki tæmandi ef ég ætti að skrifa það allt yrðu það margar blaðsíður,ég veit líka vel að börn með miklar fatlanir þurfa mikla hjálp og er ég alltaf mjög glöð að heyra ef þeim er vel sint,fyrir okkur er jafnvel verið að tala um tímabundna aðstoð,en svona er þetta ég er mest sár út í kerfið.
Hér er linkur inn á áfallafæsluna sem vilja lesa http://www.snar.blog.is/blog/snar/entry/522014/#comments
Kveðja Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.6.2008 | 21:06
Hippinn er rauður
Er bara löt að blogga í dag en ætla að sýna nýja leifangið hans Gísla.
Þetta er gripurinn svakalega fallegt...
Svo er frúar sæti .
Nú er hann á fullur að læra á gripinn til að geta keyrt.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)