31.8.2007 | 18:52
Jæja loksins
gef ég mér smá tíma til að skrifa hér dagurinn í gær var alveg hrillilega erfiður þá var hann Hilmar kistulagður guð hvað þetta var erfitt við tókum Auði systir hans með hún ólst svo lengi upp með Hilmari og hún bað um það og fannst okkur það gæti gengið hún var svakalega duglega þessi elska svo eftir athöfnina fórum við heim til Röggu og Steinars og fengum okkur kaffi og smá sykur áður en við lögðum á brautina sem var alveg kærkomið smá auka orka.
Um kvöldið settist ég við tölvuna og fór að skrifa minningar orðum um Hilmar og það var í raun ekki eins erfitt og ég hélt eða var búin að búa til í mínu höfði þetta gekk mjög vel en ég kláraði ekki því að Kristinn langbesti vinur hans kom með foreldrum sínum til okkar og var spjallað lengi mér fannst það mjög gott fyrir okkur öll hann við kistulagninguna fyrr um daginn og var ég búin að hitta hann þar og bauð ég honum að koma til okkar svo ég gæti gefið honum mynd,ég svaf frekar lítið í nótt og það gerði Auður okkar líka og fór hún ekki í skólann fyrr en kl 10 í morgunn.
Svo í morgunn þegar litla fólkið var farið í leikskóla og skóla fór ég og kláraði minningar orðin um Hilmar lagðist svo upp í rúm og steinlá í 3 klukkutíma hrökk þá upp og rauk framm og sagði Gísli veistu hvað klukkan er hún er að verða 4 og það á eftir að ná í Ástu á leikskólann...en auðvita var hann búin að ná í hana og hún sat inni í stofu og horfði á TV....hehe þetta eru augnablikin sem gera dagana pínu léttari.
Jæja farin að elda mat
takk fyrir kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2007 | 23:44
Fyrsta bloggið mitt.
Mig hefur lengi langað að blogga um mig og mína fjöldskyldu en hef aldrey komið mér til þess ,ég er 4 barna móðir ég á 1 fóstur son sem er engill á himnum hann Hilmar Már eða Himma eins og við kölluðum hann svo á ég 12 ára stelpu sem heitir Auður 7 ára strák (sem verður 8 ára í des) sem heitir Sverrir Breiðfjörð og svo er það litla skottið á heimilinu hún Ásta Sigríður sem er 5 ára ég er í sambúð með honum Gísla en sjálf heiti ég Heiður.
Það sem rekur mig til að fara að blogga er að 19 ágúst dó hann Himmi okkar og er sorgin mikil hér ég hef verið að skoða bloggið hjá blóð móðir hans Himma og dáist ég af henni hvað hún getur talað um ALLT á svona síðu ég er að vona ef ég myndi prufa að skrifa hér til að reyna að koma frá mér því sem ég þarf að segja gæti ég losnað við einhverja spennu sem er innra með mér ég er ekki mikið fyrir að setjast við borð og skrifa en mér finnst gott að sytja við tölvu.
Jæja þetta er gott svona í fyrstu tilraun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)