Litlu börnin er svo

yndisleg hér á heimilinu mig langar svo að deila þessu með ykkur litla dóttir mín sem er bara 5 ára hún er búin að velta mikið fyrir sér hvað jarðaför er og ég hef smá saman verið að útskíra fyrir henni eftir því sem spurningar hafa komið fram hjá henni en svo kom spurning í dag sem fékk mig til að hugsa, Hvernig eigum við að jarða Himma bróðir eigum við að moka með skóflu svo ég settist og tók hana í fangið og útskírði hvernig jarðaför fer fram hún sat hjá mér í smá stund og sagði svo já mamma við gerum þetta svona allir saman....ég átta mig samt ekki alveg á hvað hún skilur mikið en það verður morgunn dagurinn að leiða í ljós.

Jæja þangað til næst bless Heiður. 


Hér mættu

menn fyrir utan eldhús gluggan hjá mér rétt upp úr 8 í mogun og búið er að grafa holu þeir eru að reyna að komast að lögnini inn í húsið en veðrið er ekki þeim hagstætt rigning og rok hér stendur dæla út á miðju túni hjá þér og vatninu dælt upp úr holunni Sverrir var nú ekki alveg á að hann þirfti endilega að mæta í skólann í morgunn hann vildi sjá þegar grafan kæmi hann er mikill áhuga maður um bíla gröfur og bara allt sem er á hjólum og á svosem ekki langt að sækja það en hann fór nú samt af því að mamma sagði að hann yrði að mæta til að segja kennaranum frá en hún býr í næsta húsi við okkur og hitti ég hana í gærkvöldi hún sá að það var eitthvað að gerast hér og veit þess vegna af þessu en Sverrir verður auðvita að segja henni en hann sagði við mig rétt áður en hann fór út mamma ég verð fljótur heim úr skólanum.

En þetta er gott í bili læt kannski heyra í mér seinna í dag. 


Það er allt

á floti hér við húsið hjá mér ég fór út á snúrur til að ná í þvottinn og sá ég þá að það er stór pollur undir eldhús glugganum hjá mér ég fór að skoða þetta ó jú það er bara uppspretta og vatnið flæðir upp úr jarðveginum ég kallaði strax á Gísla og hann hringdi í Gumma vin okkar sem er pípari hann sagði okkur að kalla út verkstjóran í áhaldarhúsinu Gummi kom svo og heldur hann að kalda vatns æðin inn í húsið sé í sundur hann kom svo frá áhaldahúsinu og gröfumaður og skoðuðu og mátu ástandið og mætir hér grafa strax í fyrramálið og hafist handa við að laga ef allt fer á vesta veg þarf að grafa alveg út í götu.....úfff segi ég bara.

Ég er greinilega

nýliði í að vinna með ýmsa hluti í tölvu úff ég var að skanna inn gamlar myndir sem ég fann þegar ég var að finna til myndir af Hilmari og ég gat auðvita klúðrað þessu öllu ég á greinilega mikið eftir ólært í tölvumálum þó ég kunni að spila þann leik sem ég geri en það tókst samt einhvern veginn og það eru komnar inn myndir í albúmið þetta eru myndir sem mér finnst svo fallegar mér langar að segja frá einni mynd sem er af Hafþóri og Hilmari þeir eru báðir synir Gísla en Hafþór dó í bílslysi í janúar 2002 og nú Hilmar þeir hafa þá sameinast á ný blessaðir strákarnir okkar.

Annars er búið að vera svo gott veður hér í dag og allir úti að leika svo við settið höfum bara slappað af hér heima ásamt ömmu sem er hér hjá okkur það er bara líka gott.

Jæja gott í bili. 


Hvað eru reglur ?

Ég var að lesa bloggið hjá Ragnheiði eins og ég geri á hverjum degi eða oft á dag, það eru 2 vikur síða hann Hilmar okkar dó Auður systir hans stóð hjá mér á meðan ég var að lesa og hún sagði eru 2 vikur í dag síðan Himmi dó ? ég sagði já og þá sagði hún mamma mér finnst eins og það hafi verið í gær.

í gær var ég að skoða myndir hér sem ég er búin að gera mikið af síðustu 2 vikur ég var líka að safna öllum myndum saman í eitt albúm af Hilmari og allar minningarnar hrannast upp hjá mér við hverja mynd ég ætla að skanna inn myndir á eftir og setja inn á síðuna ég er líka búin að setja inn myndir á http://www.barnaland.is á síður sem systkinin eiga undir þeirra nöfnum sumar eru líka hér og líka á síður hennar Röggu (æææ ég veit ekki hvort það kemur linkur ég kann þetta ekki en vonandi er mér verði  fyrirgeftið).

En svona að daglegau lífi hjá okkur er það helst að frétta að litla fólkið á heimilinu á erfitt með að skilja að nún er að koma vetur og annar útivista tími komin í gagnið nú má enginn vera úti eftir kl 20 á kvöldin ég hef alltaf verið frekar stíf á að fara eftir þessum reglum sem er ekki alltaf vinsælt á þessu heimili og að börnin fái nóga kvíld sérstaklega á virkum dögum því að mínu mati þurfa þau að vera út kvíld til að takast á við það sem þau gera í skólanum.

Ég læt þetta vera nóg í bili 

Bless í bili Heiður. 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband