9.9.2007 | 10:55
Vonandi er allt komið í lag....í bili.
Í gær kom Gummi vinur okkar og lagaði lagnirnar sem voru bilaðar og setti nýja klósettið á sinn stað mikið er ég fegin að þessi vatns niður er hættur Gummi sýndi okkur lagnirnar og það er bara þannig að nú verður að skipta um allt undir húsinu þær eru meira og minna fullar af drullu og eru að stíflast, ég sat og var að knúsat við Ástu litlu skottuna í morgunn hún fór að tala um nýja klósettið og ég spurði hana hvort það væri ekki flott þá svaraði hún JÚHÚ mamma það er svona niðursturtari á því(hún meinti að það er takki til að sturta niður) mamma brosti bara og knúsaði sína stelpu ennþá meira.
Í dag ætlum við að skreppa í bæinn við ætlum að fara upp í kirkjugarð að leiðinu hjá Hilmari í dag eru 3 vikur síðan hann dó, síðust daga er ég mikið búin að hugsa um hvernig hann hafi það í nýjum heimi mér var sagt þegar pabbi dó að fólk sem deyr eftir mikil veikindi séu lengi að vakna hinumegin og þess vegna er ég að hugsa þetta hvort hann er vaknaður og hvort hann er búin að hitta Hafþór bróður sinn og alla þá sem tóku á móti honum því ég er full viss um að það voru margir sem tóku á móti stráknum okkar.
Loftur mágur minn ætlar að koma upp í kirkjugarð með okkur í dag hann ætlar að taka myndir af leiðinu hann tók myndir fyrir mig í jarðaförinni og erfidrykkjunni mig langar svo að fá af leiðinu líka hann ætlar svo að setja þetta á disk og prenta mynd að Hilmari framan á diskinn og merkja fallega svo ætlar hann að gera eins fyrir Ragnheiði ég ætla að fara og skoða þetta með honum í dag, Auður er búin að vera hjá Boggu og Lofti að skottast með Ragnhildi dóttir Lofts.
Ég kveð í bili þakka þeim sem lesa.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2007 | 11:27
Jæja nú datt
mér bara eitt máltæki í hug "þegar ein beljan mígut míga þær allar" það er semsagt komið í ljós að önnur lögn í húsinu hjá okkar er farin í sundur ég er búin að heyra vatns nið inni á stóra klósettinu hjá okkur síðan á þriðjudag og í gærkvöldi kom hann Gummi vinur okkar sem er pípari og ég fór að tala um þetta við hann hann taldi að það væri farin lögn undir húsin því ekki fannst neitt hér inni og kom Gummi aftur áðan jú jú það er allt í sundur undir húsinu hann fór til að athuga hvort væri til eitthvað efni til að laga þetta eða hvort þirfti að fara í Reykjavík til að redda efni svo tókum við eftir að það lekur með klósettinu inni á stóra klósetti og við gátum enganvegin fundið út hvar þessi leki kom en Gummi fann það út að klósettið er sprungið og þess vegna lekur þannig að ástandið er þannig á þessu heimili að bæði klósettin eru bilið litla búið að vera bilað síðan í vor Gísli ætlar að kaupa nýtt klósett í dag.....
Ég varð nú svo hisssssa þegar ég skoðaið athugasemdir hjá mér í gær að þar hafið Sigga Hilmars (hún er systir Ragnheiðar mömmu Hilmars, Hjalta og Bjössa) skrifað að ég og synir hennar erum bara mikið skyld og ég með alla mína lesblindu þurfti að lesa þetta 10 sinnuum og kalla á Gísla til að láta hann segja mér að ég væri ekki að lesa neina vitleisu þetta gladdi mig mjög mikið því Haukur Atli sonur Siggu hefur komið og verið hjá okkur fyrst með Bjössa bróðir og svo bara líka sjálfur því hann langaði til þess hann er líka svo svakalega góður strákur og börnin á heimilinu spáð mikið í hvort Haukur sé ekki frændi þeirra úr því að hann væri frændi Bjössa og nú gat ég glöð sagt þeim að Haukur er frændi þeirra líka.
Ég þarf að heyra í Siggu til að fá nánari skíringa á þessum langafa skildleika aðalega langar mig og mömmu að fá að vita hvort Haukur er skildur í móður eða föður ætt mína.
Jæja ég er hætt í bili Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2007 | 10:34
Nú verð ég að skrifa
hér ég er búin að vera svo þreitt að ég get ekki gert neitt að viti ég sit og glápi út í loftið reyki og derkk kaffi og ef ég geri það ekki ligg ég upp í rúmi en í dag virðist ég vera miklu brattari, ég ætla að skreppa með henni mömmu í Hafnarfjörð og erindast smá fyrir okkur báðar og það gerir mér bar gott eða eins og hún mamma sagði við frænku mína í síman í gær ég ætla að taka Heiði með mér út á mogun til að viðra hana.
Ég er búin að hugsa svo mikið um alla þá sem komu í jarðaför Hilmars okkar hvað hann átti mikið af fólki sem þótti mjög vænt um hann eins og hann var því það er hlutur sem ég hef í raun ekki alltaf verið alveg viss um en mig langar að byðja ykkur sem lesið að skoða síðu sem móðir hans er með hér er slóð (www.hross.blog.is) veit ekki hvort komi linkur en vona það ef ekki þá er hún blog vinur minn hér til hliðar hún skrifar svo vel og það er líka svo margt þarna sem á erindi við alla að mínu mati eitt blogg sem hún skrifar í gær sem heitir Tilgangurinn er sumum ljós er mjög gott ég veit að það eru margir sem hafa lesið en vil samt benda ykkur á og eins það sem hún skrifar í morgun orðlaus að skoða síðuna hjá Afstöðu ég er svo glöð að það er hugsað líka um þá sem voru með honum fyrir austan.
Þakka þeim sem lásu og það má alveg setja eitthvað í athugasemdir bara rétt til að svala minni forvitni um hverjir koma.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.9.2007 | 22:05
Dagurinn í dag
var mér erfiður og mig var búið að kvíða mikið fyrir honum í dag var útför Hilmars athöfnin var mjög falleg blómin söngurinn og minningar orðin allt var svo fallegt ég er líka svo þakklát öllu því fólki sem kom og fylgdi honum.
Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt meira hér ég er svo tóm og ég er bara orðin þreitt ,ég hef heldur ekki gert það áður að skrifa svona tilfinningar mínar nema á blað ekki svo allir geti lesið en ég vil gera það og ég held að ég hafi þörf fyrir það ég bara kann ekki að koma þessu svona frá mér....en vonandi lærist það.
Ég ætla að hafa þetta gott í kvöld og þakka öllum sem lesa og heimsækja síðuna.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 18:10
Litlu börnin er svo
yndisleg hér á heimilinu mig langar svo að deila þessu með ykkur litla dóttir mín sem er bara 5 ára hún er búin að velta mikið fyrir sér hvað jarðaför er og ég hef smá saman verið að útskíra fyrir henni eftir því sem spurningar hafa komið fram hjá henni en svo kom spurning í dag sem fékk mig til að hugsa, Hvernig eigum við að jarða Himma bróðir eigum við að moka með skóflu svo ég settist og tók hana í fangið og útskírði hvernig jarðaför fer fram hún sat hjá mér í smá stund og sagði svo já mamma við gerum þetta svona allir saman....ég átta mig samt ekki alveg á hvað hún skilur mikið en það verður morgunn dagurinn að leiða í ljós.
Jæja þangað til næst bless Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 11:07
Hér mættu
menn fyrir utan eldhús gluggan hjá mér rétt upp úr 8 í mogun og búið er að grafa holu þeir eru að reyna að komast að lögnini inn í húsið en veðrið er ekki þeim hagstætt rigning og rok hér stendur dæla út á miðju túni hjá þér og vatninu dælt upp úr holunni Sverrir var nú ekki alveg á að hann þirfti endilega að mæta í skólann í morgunn hann vildi sjá þegar grafan kæmi hann er mikill áhuga maður um bíla gröfur og bara allt sem er á hjólum og á svosem ekki langt að sækja það en hann fór nú samt af því að mamma sagði að hann yrði að mæta til að segja kennaranum frá en hún býr í næsta húsi við okkur og hitti ég hana í gærkvöldi hún sá að það var eitthvað að gerast hér og veit þess vegna af þessu en Sverrir verður auðvita að segja henni en hann sagði við mig rétt áður en hann fór út mamma ég verð fljótur heim úr skólanum.
En þetta er gott í bili læt kannski heyra í mér seinna í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2007 | 20:51
Það er allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 17:22
Ég er greinilega
nýliði í að vinna með ýmsa hluti í tölvu úff ég var að skanna inn gamlar myndir sem ég fann þegar ég var að finna til myndir af Hilmari og ég gat auðvita klúðrað þessu öllu ég á greinilega mikið eftir ólært í tölvumálum þó ég kunni að spila þann leik sem ég geri en það tókst samt einhvern veginn og það eru komnar inn myndir í albúmið þetta eru myndir sem mér finnst svo fallegar mér langar að segja frá einni mynd sem er af Hafþóri og Hilmari þeir eru báðir synir Gísla en Hafþór dó í bílslysi í janúar 2002 og nú Hilmar þeir hafa þá sameinast á ný blessaðir strákarnir okkar.
Annars er búið að vera svo gott veður hér í dag og allir úti að leika svo við settið höfum bara slappað af hér heima ásamt ömmu sem er hér hjá okkur það er bara líka gott.
Jæja gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 11:43
Hvað eru reglur ?
Ég var að lesa bloggið hjá Ragnheiði eins og ég geri á hverjum degi eða oft á dag, það eru 2 vikur síða hann Hilmar okkar dó Auður systir hans stóð hjá mér á meðan ég var að lesa og hún sagði eru 2 vikur í dag síðan Himmi dó ? ég sagði já og þá sagði hún mamma mér finnst eins og það hafi verið í gær.
í gær var ég að skoða myndir hér sem ég er búin að gera mikið af síðustu 2 vikur ég var líka að safna öllum myndum saman í eitt albúm af Hilmari og allar minningarnar hrannast upp hjá mér við hverja mynd ég ætla að skanna inn myndir á eftir og setja inn á síðuna ég er líka búin að setja inn myndir á http://www.barnaland.is á síður sem systkinin eiga undir þeirra nöfnum sumar eru líka hér og líka á síður hennar Röggu (æææ ég veit ekki hvort það kemur linkur ég kann þetta ekki en vonandi er mér verði fyrirgeftið).
En svona að daglegau lífi hjá okkur er það helst að frétta að litla fólkið á heimilinu á erfitt með að skilja að nún er að koma vetur og annar útivista tími komin í gagnið nú má enginn vera úti eftir kl 20 á kvöldin ég hef alltaf verið frekar stíf á að fara eftir þessum reglum sem er ekki alltaf vinsælt á þessu heimili og að börnin fái nóga kvíld sérstaklega á virkum dögum því að mínu mati þurfa þau að vera út kvíld til að takast á við það sem þau gera í skólanum.
Ég læt þetta vera nóg í bili
Bless í bili Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 18:52
Jæja loksins
gef ég mér smá tíma til að skrifa hér dagurinn í gær var alveg hrillilega erfiður þá var hann Hilmar kistulagður guð hvað þetta var erfitt við tókum Auði systir hans með hún ólst svo lengi upp með Hilmari og hún bað um það og fannst okkur það gæti gengið hún var svakalega duglega þessi elska svo eftir athöfnina fórum við heim til Röggu og Steinars og fengum okkur kaffi og smá sykur áður en við lögðum á brautina sem var alveg kærkomið smá auka orka.
Um kvöldið settist ég við tölvuna og fór að skrifa minningar orðum um Hilmar og það var í raun ekki eins erfitt og ég hélt eða var búin að búa til í mínu höfði þetta gekk mjög vel en ég kláraði ekki því að Kristinn langbesti vinur hans kom með foreldrum sínum til okkar og var spjallað lengi mér fannst það mjög gott fyrir okkur öll hann við kistulagninguna fyrr um daginn og var ég búin að hitta hann þar og bauð ég honum að koma til okkar svo ég gæti gefið honum mynd,ég svaf frekar lítið í nótt og það gerði Auður okkar líka og fór hún ekki í skólann fyrr en kl 10 í morgunn.
Svo í morgunn þegar litla fólkið var farið í leikskóla og skóla fór ég og kláraði minningar orðin um Hilmar lagðist svo upp í rúm og steinlá í 3 klukkutíma hrökk þá upp og rauk framm og sagði Gísli veistu hvað klukkan er hún er að verða 4 og það á eftir að ná í Ástu á leikskólann...en auðvita var hann búin að ná í hana og hún sat inni í stofu og horfði á TV....hehe þetta eru augnablikin sem gera dagana pínu léttari.
Jæja farin að elda mat
takk fyrir kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)