12.10.2007 | 21:46
Litla kisan
er komin til okkar hann er svo lítill og svakalega sætur en mikið svakalega er það nú gaman og gott að fá hann börnin kunnu sér auðvita ekki læti þegar við komum heim og skoðuðu hann lengi hann er nú að skoða nýju heimkinni sín og er bara forvitinn...það er svo búið að finna nafn á hann og hann heitir SOKKUR sem okkur fannst vel við hæfi því það er eins og hann sé í hvítum sokkum eða eins og börnin segja Sokkur Gíslason.
Það er verið að reyna að finna út hvernig á að koma myndum inn í tölvuna úr nýju myndavélinni og set ég mynd inn um leið og það tekst.
Kveðja Heiður
Muna svo eftir ljósunum hans Hilmars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.10.2007 | 19:52
Spennan er í
hámarki núna Solla hringdi í mig áðan og JÚ litla kisan er að koma á eftir og börnin er svona akkúrat núna ,við ætlum að hitta þau efst á grindavíkur afleggjaranum og taka við honum...þannig að börnin eru ekki á jörðinni eins og stendur og þau vita alls ekki hvernig þau eiga að vera....meiri fréttir fljótlega...
Minna á ljósin hans Hilmar
Hér er svo mynd af litlu kisunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)