Jæja ég var

búin að ákveða að skrifa fæslu hér í gær en alltaf þegar ég ætlaði í það truflaði eitthvað en nú er ég hér og ætla að skrifa hér.

Það er mikið um að vera hjá börnunum í dag og á morgunn Auður er í samræmdum prófum í íslenku í dag og stærðfræði á morgunn hún hefur verið frekar kvíðin fyrir þessu en ég veit að hún gerir sitt besta og skólinn er búin að gera allt til að auðvelda henni þetta hún fór allavega glöð í morgunn sem gerir vonir mínar meiri um að allt gangi vel hjá henni.

Það er ekki hefðbundin skóli hjá Sverri því 3 bekkur lánar stofurnar sínar fyrir þessi próf hann fór í staðin í rútu og lá leiðin til Reykjavíkur að skoða Alþingishúsið og Austurvöll svo fór hann með brauð í poka og ætla þau að gefa öndunum brauð svo á að enda á að fara á Pizza Hut á Sprengisandi og fá sér að borða áður en lagt verður af stað heim hann hlakkaði mikið til að fara,svo á morgunn fer hann að skoða nýja olgelið(orgelið) í Grindavíkurkirkju og svo verður farið í þrumuna sem er félagsmiðstöðin og gert eitthvað skemmtilegt ég set hér eitthvað um þetta ferðalag hans hér í fæslu fyrir þá sem vilja lesa.

Svo er það prinsessan á bænum hún Ásta hún er leikskólanum og er í skólahóp krakkarnir úr skólanum komu til þeirra um daginn og það fannst henni mjög gaman því flestir vinir hennar fóru í skólann í haust og hafði hún mikið að segja eftir þá heimsókn.

Hann Eyjólfur litli frændi kom í heimsókn í gær til að skoða Sokk mikið hafði frænka gaman af honum það ískraði bara í honum af kátínu þegar hann sá kisuna og svo skreið hann á eftir honum um allt undir borð og allan pakkan hann er svo yndislegur frænku strákur. 

Svo kemur hér smá Sokka fæsla hann sokkur er alveg einstaklega skemmtilegur og nú erm við  aðeins farin að sjá þann karakter sem hann hefur að geyma það er mjög mikill leikur í honum  og finnst honum mjög gott að borða hann sest stundum fyrir farman dallinn sinn og bíður eins og stytta eftir að settur er matur í dallinn hann er mjög duglegur að fara í kassan og gera sínar þarfir sínar  þar og er ég mjög ánægð með það,svo er það eitt sem hann gerir oft á kvöldin þegar börnin eru komin inn í rúm og allt orðið rólegt þá sit ég hér í tölvunni og þá kemur hann og vill komast upp á borðið hann legst fyrir framan skjáinn og sefur hér hjá mér Gísli vill meina að honum finnist gott að vera hjá músinni Grin mér finnst hann alveg yndislegur og gefur okkur mikið sem ekki veitti af.

En jæja þetta er gott í bili gaman að lesa frá ykkur kommentin og endilega gerið vart við ykkur þar eða í gestabók. 

Muna svo eftir ljósunum hans Hilmars linkur hér til hliðar. 


Bloggfærslur 18. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband