Komin tími

til að skrifa hér af þessu heimili er allt gott að frétta dagarnir að mestu eins vinna skóli borða og sofa... í gær var 4 oktober sem er dánardagur pabba hann dó 1998 fyrir 9 árum æj ég sakna hans alltaf svo mikið þó ég hafi alltaf verið talin mikið mömmu stelpa þá var pabbi mikill maður í mínu lífi mig langar að rifja upp smá frá minni æsku,mamma mín var ljósmóðir og starfaði á Patró alla sína tíð og þegar mamma var að taka á móti var einfaldlega ekki hægt að ná í hana og þá varð maður að nöldra í pabba staðin og þegar mamma var með langar fæðigar sem kom stundum fyrir þá eldaði pabbi og þá var sko hakk og spagette ekki leiðinlegat eða hakk og gríta það eldaði bara pabbi það var þannig að ef pabbi vakti mig í skólann  á morgnana þá hafði mamma farið út um nóttina þá hugsaði ég oft YES hakk og gríta í matinn í kvöld svo á meðan var borðað morgunn matinn þá var sagt við pabba er hakk og gríta í kvöldmatinn....pabbi var líka svo mikill afi hann naut þess svo að vera með barnabörnin sín þegar ég kom vestu með börnin var það bara afi og aftur afi,og þau bæði mamma og pabbi Himmi talaði líka oft um að hann ætti auka ömmu og afa og hann átti auðvita auka sett af öllu og þegar pabbi var að koma með eitthvað fyrir hann þá sagði hann afi er svo góður æj þeir hafa nú hist,þetta er gott af æsku minningum í bili.Svo var líka mánuður í gær frá því að ég gekk þann erfiðasta dag í lífi mínu að fylgja honum Hilmari til grafar æj hvað ég sakna þeirra mikið elsku strákarnir mínir svo er líka hann Eyji bróðir hjá guði eins og er sagt hér ég sakna þeirra allar svo mikið...Crying

Ég fékk líka æðislega flotta mynd af Hilmari í gær Auður kom heim í frímínútum með ljósritaða mynd af Himma sem er í árganga bók í skólanum hún er tekin þegar hann var í 10 bekk svo kom Lilja vinkona mín hér í morgun og sá myndina og fór ég að segja henni að ég ætlaði að tala við bókasafnið í skólanum og vita hvort ég mætti fá bókina lánaða og hún bauðst til að tala við pabba sinn(hann er skólastjóri hér) því hann væri með svona bók á sinni skrifstofu og hún sagði að hann ætlaði að reina að redda bók fyrir mig og fæ ég 2 ef Ragga vill fá líka.

En jæja ég og börnin ætlum að fara í bæinn í dag og kaupa það sem kisan þarf og er spennan mikil hjá þeim svo hittum við pabba líka hann er alltaf búin snemma á föstudögum.

En jæja nú ætla ég ekki að skrifa meira í bili og ætla að kveikja á kerti fyrir strákana mína...            minni bara á kertasíðuna hans Himma 

Kveðja Heiður.... 


Bloggfærslur 5. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband