7.10.2007 | 18:28
Sunnudagur.
Það er komin sunnudagur ok flott í gær var bara ekki minn dagur hann fór að mestu þ.e fyrri hluti dagsins á liggja í rúminu ég fékk svo slæmt mígreni "þetta er örugglega ekki rétt skrifað" en hvað með það að ég stóð ekki í fæturnar og mikið var ég feginn að hinn helmingurinn var heima til að hugsa um ungafólkið og sjá til þess að allir fengu sitt nammi á laugardegi ...nema hvað var nú betri þegar líða tók á daginn og hrestist en var slöpp samt það sem eftir lifði degi...
En í dag er sól og gott veður og er ég svakalega feginn því mér finnst komið nóg af rigningur við fórum í bæinn því hann Sigþór er þrítugur í dag....til hamingju með daginn gamli.... við fengum líka þessa flottu veislu hjá þeim og hittum börnin sem ég hitti ekki í gær því hann Sigþór kom og náði í Auði systir sína og gisti hún hjá Sigþór og Írisi í nótt ...gaman fyrir svona gisti sjúkinga eins og Auði.
Svo komum við í Kirkugarðinum og litum við hjá Himma okkar sem mér finnst alltaf mjög gott en svakalega erfitt við vorum mjög ánægð með að einhver hafði kveikt á kertinu sem við fórum með síðast og ekki gekk að láta loga á og þegar var búið að stoppa smá stund fórum við af stað heim á leið og hittum þá Röggu og Bjössa og svo Steinar og Ragga hafði auðvita kveikt á kertinu það var gaman að hitta þau.
Svo bara að muna Himma ljósin fallegu.
Mig langar að segja ykkur hvað ég er glöð hvað margir hafa fundið bloggið mitt hér sem ég er kannski ekki í sambandi mikið við en endilega gerið var við ykkurí komment eða gestabók..
Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)