Helgin....

Jæja þá er róleg og notaleg helgi að baki Já segi það vegna þess að við vorum ekki með börnin heima um helgina sem var bara kærkomið að fá að slappa bara af tvö ein en frekar tómlegt engin að kalla mamma eða vakin upp kl 7,30 á laugardagsmorgni má ég kveikja á sjónvarpinu,Auður var hjá Jóhönnu vinkonu sinni Sverrir fór með Valdimar bróðir sínum á Skagaströnd og Ásta litla var hjá Sigþór bróðir sínum og lék við Hafdísi dóttur hans þær eru jafn gamlar nema Ásta er fædd í janúar og Hafdís í desember þannig að það er í raun heilt ár á milli þeirra,Við gerðum svo sem ekki neitt sérstakt nema að liggja bara í leti heima og hafa það huggulegt.....en það er líka mjög gott og nauðsynlegt.

Það er eitt sem ég er búin að velta mikið fyrir mér að skrifa hér á bloggið en einhvern vegin ekki komið mér til þess,ekki það að ég hafi átt erfitt með að tala ég kann það mjög vel.....FootinMouthen það er svoleiðins þegar sorgin og erfðileikar banka hressilega uppá hjá manni verður allt mikið erfiðara eða það er þannig hjá mér ég hef smá saman verið að loka mig af hér heima sem er engan vegin nógu gott en það er bara þannig mér hefur ekki gengið nógu vel að vinna úr sorgini eftir að Hilmar dó og hef í raun ekki vitað hvað ég ætti að gera og er því besta lausnin á vandamálinu að loka sig af þá þarf ekki að tala og útskíra líðan þann dag....en auðvita banka þá bara fleyri vandamál uppá sem er enn verra og það sá ég alveg en ég var bara komin í ákveðna krísu með mig sjálfa þangað til góð vinkona kom hér gagngert til að ræða þetta við mig(því það voru allir sem umgengust mig búinir að sjá þetta þó ég reyndi mikið til að fela mína líðan)og úr var að ég ákvað að pannta tíma hjá lækni fyrir um 2 vikum síðan og gat ég rætt þetta allt vel við hann jú auðvita þurfti ég hjálp og ég er komin með lyf og ég er komin í 12 vikna samtals meðferð hjá hjúkrunarfræðingi hér á heilsugæslunni og hitti hana 1 sinni í viku......ég er mjög sátt við þetta prógramm sem ég er að fara í og held að með tímanum þá hjálpi það mér að læra að lifa með þessari miklu og erfiðu sorg.Þetta tekur tíma og þá meina ég langan tíma og þó ég sé búin að vera í 2 vikur er ég enn að leggja mig í tíma og ótíma alla daga ég þarf að sofa alveg rosalega mikið og fer næstum allur tíminn sem börnin eru ekki heima í að sofa,það er víst eðlilegt að sofa mikið eða sofa ekki neitt....

Jæja þetta er nú gott í bili og gott að vera búin að koma þessu frá mér og niður á blað ef svo má segja ég segi svo meira frá hvernig gengur vonandi verður það bara ekki eins erfitt og þetta.

Kveðja Heiður.

Svo er kertasíðan hans Himma líka hér til hliðar endilega muna eftir henni. 

 


Bloggfærslur 19. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband