13.12.2007 | 12:38
Jól,afmæli eða afmæli og jól...
Ég er hér þó ég skrifi ekki mikið ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í tölvunni lesið einstaka síður og spilað svo tölvuleikinn minn á kvöldin og farið snemma að sofa....ég er búin að vera að undirbúa jólin og jú og svo auðvita á prinsinn á heimiliu afmæli í byrjun næstu viku og það er verið að undirbúa stráka afmæli líka.
En við fórum á jólahlaðborð með vinnufélögum Gísla á laugardagskvöldið á Grand hótel og var það mjög gaman og mjög góður matur við vorum ekki með neitt nætur rölt frekar en í önnur skipti þegar við förum eitthvað svona og vorum komin heim um kl 1 sem er frekar seint á okkar mælikvarða.... hehehe.
Svo fórum við á sunnudaginn í jólagjafa leiðangur og vorum við bara dugleg kláruðum allt sem þarf að senda í burtu en eitthvað er eftir sem ekki þarf að senda ég var mjög ánægð með þetta en var þreitt eftir þennan dag,við enduðum svo á að fara í kirkjugarðinn til Himma og kveiktum ljós hjá honum mér finnst leiðið hans fallegt og er komið jólaljós hjá honum sem er fallegt við keyptum luktir sem á að fara á leiðið hans og er Gísli að skoða hvernig hægt verður að festa þær og held ég að lausnin sé komin og verður farið með þær um næstu helgi.
Jú auðvita er þetta ekki alveg tíðinda laus vika...hahaha það er alltaf smá fjör og læti hér já þvottavélin þvoði sinn síðasta þvott hér á mánudags morgunn
svakaleg læti og hávaði fylgdi því og belgurinn skröllti inn í henni hún var orðin 10 ára og hefur þurft að vinna mikið öll þau 10 ár og sá ég framm á að þurfa að fara í bæinn og versla eitt stk þvottavél í jólaösinni en hún Ásta vinkona mín átti auka þvottavél sem henni var gefið og mundi ég auðvita ekki eftir því og vinnur hún nú í þvottahúsinu af miklu kappi
og fékk ég hana lánaða og ætla ég að fresta öllum kaupum á þvottavél framm yfir áramót.
Jæja nú er ég farin að taka til og haga mér eins og húsmóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)



astabjork
disadora
hneta
danjensen
jenfo
gumpurinn
rannug
bifrastarblondinan
jonaa
helgamagg
tigercopper
topplistinn
elisabeta
helgananna
melrakki
fifudalur
skordalsbrynja
alexandra-hetja
jobbisig
sollan
amotisol
sabbalo
saltogpipar
brandarar
stormur
gattin









