Sverrir

Breiðfjörð var að meiða sig...sem er eitthvað sem gerist reglulega hjá mínum manni hann kom heim rétt fyrir kvöldmat í gærkvöldi ég að klára að elda kvöldmatinn mamma ég steig á nagla...og ég sagði strax Sverrir var ég ekki búin að banna þér að vera niður á byggingasvæði...(það er verið að byggja blokk hér rétt fyrir neðan okkar hverfi) mamma ég var ekki á byggingasvæðinu sagði hann og var kvass...ég var úti í móa og þessi naglaspíta líka og ég sá hana ekki sagði sverrir....jæja ok mamma skoðar þetta jú það er sár og ég hreinsaði þetta eins og ég gat og setti plástur hann var mjög aumur í gærkvöldi og þurfti mikið að láta vorkenna sér en svo þegar hann vaknar í morgunn fann hann svo til að mér þótti rétt að láta kíkja á þetta og við fórum upp á heilsugæslu hann fékk umbúðir og krem ekki var sjánleg nein sýking núna en ég á að fylgjast vel með þessu og setja nýtt krem og umbúðir svo fór litli maðurinn í skólan og mamma sækir á hann þegar skólinn er búin...

Kveðja Heiður. 


Bloggfærslur 26. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband