Litlu börnin er svo

yndisleg hér á heimilinu mig langar svo að deila þessu með ykkur litla dóttir mín sem er bara 5 ára hún er búin að velta mikið fyrir sér hvað jarðaför er og ég hef smá saman verið að útskíra fyrir henni eftir því sem spurningar hafa komið fram hjá henni en svo kom spurning í dag sem fékk mig til að hugsa, Hvernig eigum við að jarða Himma bróðir eigum við að moka með skóflu svo ég settist og tók hana í fangið og útskírði hvernig jarðaför fer fram hún sat hjá mér í smá stund og sagði svo já mamma við gerum þetta svona allir saman....ég átta mig samt ekki alveg á hvað hún skilur mikið en það verður morgunn dagurinn að leiða í ljós.

Jæja þangað til næst bless Heiður. 


Hér mættu

menn fyrir utan eldhús gluggan hjá mér rétt upp úr 8 í mogun og búið er að grafa holu þeir eru að reyna að komast að lögnini inn í húsið en veðrið er ekki þeim hagstætt rigning og rok hér stendur dæla út á miðju túni hjá þér og vatninu dælt upp úr holunni Sverrir var nú ekki alveg á að hann þirfti endilega að mæta í skólann í morgunn hann vildi sjá þegar grafan kæmi hann er mikill áhuga maður um bíla gröfur og bara allt sem er á hjólum og á svosem ekki langt að sækja það en hann fór nú samt af því að mamma sagði að hann yrði að mæta til að segja kennaranum frá en hún býr í næsta húsi við okkur og hitti ég hana í gærkvöldi hún sá að það var eitthvað að gerast hér og veit þess vegna af þessu en Sverrir verður auðvita að segja henni en hann sagði við mig rétt áður en hann fór út mamma ég verð fljótur heim úr skólanum.

En þetta er gott í bili læt kannski heyra í mér seinna í dag. 


Bloggfærslur 3. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband