Bara að leifa ykkur að

fylgjast með héðan úr snjóheimum eða það er næstum hægt að segja að maður búi í snjóhúsi allavega er það orðið frekar hvítt....

Tók fleyri myndir um kl 18 bara langar svo að sýna ykkur hvað bæst hefur í skaflinn hér við dyrnar hjá mér..

Snjór í Grindavík 12,01,08 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt eftir kl 8 í morgunn þarna er grinverkið.

Snjór í Grindavík 12,01,08 006

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er sami skafl ekkert grinverk en ein stelpa sem heiti Ásta.

Snjór í Grindavík 12,01,08 007

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna einhverstaðar er gönguleiðin út í götu frá húsinu svo leinist ruslatunnan mín einhverstaðar undir snjónum.

Snjór í Grindavík 12,01,08 012

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er stóra tréð á horninu þar sem er labbað upp á pallinn við útidyrnar...það er meira en mann átt ..fyrir þá sem ekki vita.

Snjór í Grindavík 12,01,08 013

 

 

 

 

 

 

 

 

Kærar snókveður héðan úr snjóheimum Heiður..."Snjókerling" 


FRAMHALD AF FYRRI FÆSLU.

Set þessa frétt hér til gamans í framhaldi af síðustu fæslu...mér finnst veðrið ekki lagast mikið og mér finnst frekar fyndið að þetta er eiginlega staðbundið við okkur hér í Grindavík.
mbl.is Skólahaldi frestað til hádegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálað veður í Grindavíkinni....

Vá þegar ég vaknaði í morgunn var brjálað veður hér í Grindavíkinni og allt á kafi í snjó það var skafl fyrir utan hurðina hjá mér upp í klof..ég hef ekki séð þetta svona í mörg ár en minnisstætt er mér að veturinn 1999 var snjóþungur og var ég einu sinni flutt með björgunnarsveitinni heim þá var ég kas ólétt af Sverri og var að koma úr mæðraskoðun og töldu allir að barnið gæti hugsanlega verið að leggja af stað í heiminn en minn maður hætti við fannst veðrið sennilega of leiðinlegt LoL og birtist viku seinna í blíðskapar veðri.

Hér liggur allt skólahald niðri og erum við bara heima en faðirinn á heimilinu hélt af stað uppúr kl 8 í morgunn á jeppanum í vinnu á höfuðborgarsvæðið eftir að hafa athugað vel með færð og ástand og virðist sem að sjórinn hafi fallið að mestu hér hjá okkur....W00t.

Hér var jeppafæri um götubæjarnins í morgunn. 

Var að reyna að taka myndir út um útidyrahurðina svona til að sýna ykkur tókst það mis vel en set hér  fyrir neðan það sem tókst.

Snjór í Grindavík 12,01,08 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er skaflinn fyrir utan útdyrnar.Snjór í Grindavík 12,01,08 004

 

 

 

 

 

 

 

Þetta grindverk nær mér ca uppundir brjóst.... 

Snjóakveðja Heiður. 


Bloggfærslur 14. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband