15.1.2008 | 12:51
Góðan daginn.
Jæja ég er að spá í að leifa ykkur að haldaáfram að fylgjast með héðan úr snjónum.....er búin að klæða mig upp í galla og athuga með snjóalög í kringum húsið mitt já það má alveg segja að það er frekar mikill snjór hér núna...við mæðgur fórum út og erum búnar að þjappa smá gang renning út í götu ... manni fallast alveg hendur að þurfa að moka svo þá var þyngdaraflið notað og bara þjappa góð lausn fyrir mig sem nenni alls ekki að moka,hér stendur svo eitt stk af vinnubíl í innkeirslunni en ekki sér maður lit en það sjást 2 loftnet.Ekki er ég að sjá að bílskúrinn verði mikið notaður því það er samfleitur skafl frá pallinum við útidyrnar og alveg út að bílskúrsvegg.Veðrið er gott núna en mér skilst að það eigi að fara að rigna og frysta og snjóa meira þokkalegt það.
Sokkur litli skottaðist með okkur Ástu hér og var nú alls ekki viss hvernig hann átti að komast út hann sá allt hvítt hvert sem hann leit en eftir að hafa teigt sig upp til að reyna að sjá eitthvað út hoppaði hann upp á skaflinn en var frekar snöggur til baka en svo rættist úr honum og var feikna gaman hér úti með okkur svo er hann búin að finna sér grindverk hér við heitapottinn og horfir á mannlífið í götunni.
Jæja þetta er gott að sinni tók fleyri myndir til að sýna ykkur mér finnst gaman af þessum myndum og vona að ykkur finnist það líka.
En svona eitt að lokum það fer að styttast í gest nr 20000 það væri gaman að sjá hver það yrði bara eintóm forvitni....
Hér er þessi um talaði vinnubíll.
Litill Sokkur að leika í snjó.
Þetta er svo húsið tekið frá götu.
Vonandi eiga svo allir góðan dag....kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)