14 janúar 2008

Góðan daginn...enn snjóar í Grindavíkinni það er alveg svakalega mikið af snjó hér og hefði ég aldrey trúað það það gæti komið jafn mikil snjór á sléttlendi og raun ber vitni,hér eru snjómoksturtæki út um allt eru þeir farnir að keyra snjónum út í sjó,tíndi bíllinn (umtalaður vinnubíll í fyrri fæslu)er komin í ljós hér kom vinur okkar í gærkvöldi með sjómoksturtæki og hreynsaði úr innkeyrslunni og reyndi að skafa frá bílnum eins og hægt var svo mokaði Gísli frá bílnum og kom honum út á götu set 2 myndi til gamans fyrir ykkur.

Snjór í Grindavík 14,01,08 og fleyra 011

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er vinnubíllinn alveg að koma í ljós.

Snjór í Grindavík 14,01,08 og fleyra 010

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér yfirgefur svo moksturstækið eftir vel unnið vek.

 

En þó að mikið sé um snjó hér þá er daglega lífið líka við lífi og er allt að komast í réttar skorður börnin komin í leikskóla og skóla og ég er komin á fullt í viðtalsmeðferðina mína hún hefur gengið mjög vel og finn ég alveg mun en er enn auðvita að upplifa erfiða daga,en það er eitt sem ég hef ekki talað um hér  það er skólinn ég á 2 börn þar og eru þau bæði þannig stödd í skólanum að þau þurfa stuðning vegna námsins og það er þannig að þau eru alls ekki að fá það sem þau þurfa og er það að plaga mig mikið þessa daga og til að gera langa sögu stutta fór ég að tala um þetta í gær þegar ég var í viðtalinu  það er þannig að það verður að koma til hjálp til að ég nái meiri árangri sjálf ég er orðin svo lang þreitt á að berjast við skólann í 10 ár því þegar Himmi var hér í skóla var ég líka að berjast við að hann fengi hjálp sem hann þurfti,og er það þannig núna að búið er að tala við fólk sem vinnur við að aðstoða foreldra við að fá þá hjálp sem börn þurfa í skólum og vona ég að eitthvað gerist núna ...ég er pínulítið vongóð núna ég segi betur frá þegar ég veitbetur hvað verður gert.

En jæja þetta er orðið gott í dag vona að allir eigi góðan dag.

Kveðja Heiður.

PS það gæti verið að gestur nr 20,000 ditti inn í dag og gaman væri að vita hver það væri....Police

 


Bloggfærslur 18. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband