3.10.2008 | 09:23
Loksins kom fæsla frá mér.
Það er alveg komin tími til að sýna hér eitthvað lífsmark ,hér eru auðvita fullt af fréttum sem ég gæti sett inn en og ég set hér eitthvað börnin eru hress og hafa ekki mikil veikindi heimsótt okkur þó um leið og það fór að kólna fékk litla daman í eyrun og mátti ekki mæta í sund sem hún var alls ekki ánægð með hún tekur allt sem við kemur skólanum mjög alvarlega það gengur vægast sagt mjög vel að láta hana vinna þá heimavinnu sem hún á að gera tekur um 1 klukkustund á viku þetta hef ég aldrey þekkt svo þetta er allt nýtt fyrir mér hef frekar þurft að tuða mikið en þetta venst alveg örugglega eða þetta er mjög fínt.
Auði gengur nokkuð vel allt hefur þyngst hjá henni í skólanum og mikil heima vinna en hún fær heimanáms aðstoð í skólanum og svo er verið að gera miklar breitingar á félagsmiðstöðinni hér og er hún farin að tala um að hana langar að fá að gera eitthvað gagn þar sem er frábært svo hefur verið unglingastarf í kirkjunni á miðvikudagskvöldum fyrir 13 til 15 ára og hún hefur verið að fara þangað og gera marga skemtilega hluti og er ég mikið ánægð með það að það er gert eitthvað fyrir krakkana og þau mæli ekki götur hér öll kvöld.
En svo er það hann Sverrir minn það hefur ekki allt gengið upp í skólanum hjá honum og hef ég alls ekki skilið það afhverju honum fer bara aftur í öllu og mikið í lestri og er búin að ræða þetta við kennaran og hún skilur ekki neitt heldur en svo á mánudaginn var hringt úr skólanum og það var hjúkrunarfræðingurinn hann hafði þá verið búin að vera hjá henni í svona skönnun eins og það er kallað en í því er sjónpróf og hann er að koma mjög ýlla út úr því og ég var beðin um að fara með hann sem fyrst til augnlæknis þetta skírði nú margt og hann sagði ekki neitt og nú erum við að bíða eftir 15 okt en þá fengum við tíma hann hafur aðeins talað um þetta og sagði svo mamma kannski þarf ég bara gleraugu en þegar hann fór í 3 1/2 árs þroskapróf kom hann ýlla út úr sjónprófi og en ekki var talin ástæða til að hann fengi gleraugu fyrr en hann byrjaði í skóla en svo þegar hann fór vorið áður en hann byrjaði í skólanum þá var allt gott og engin ástæða til að gera neitt en mig bara datt þetta ekki í hug.
En þetta voru börnin ég er sjálf ekki nógu vel á mig komin ég er þreitt og þarf að sofa mikið og áhuginn fyrir að gera eitthvað er ekki mikill jú við gengum í gegnum mikið áfall hér fyrir ári síðan og fékk ég einhverja hjálp síðasta vetur en hún hefur ekki gagnast mér eftir að stuðningurinn hætti svo þetta hefur allt verið á niður leið og er það kannski ástæðan fyrir að ég skrifa ekki mikið hér og fer ekki neitt er bara heima í mínu vendaða umkverfi en auðvita er betra að tala en að þeyja en stundum er það bara erfitt og ég hef áhyggjur af að allir fari að hafa áhyggjur og það vil ég ekki, jú mér hefur alveg verið sagt að ég þurfi jafnvel að hitta sálfræðing en vá það er bara mjög dýrt að fara til þeirra og ég hef einfaldlega ekki þá peninga svo var það sálfræðingurinn sem Auður hitti að hann fór að tala við mig um að hann vilji að ég fari og hitti sálfræðing(því ég verð að vara í jafnvægi til að börnunum líða vel)og hann vilji að ég fá aðstoð með að greiða þetta það sé minn réttur eheh tala við félagsmála pakkan hér ég get alveg eins talað við næsta ljósastaur en hann vildi fá að gera þetta fyrir mig og ég jú ok ef ég þarf ekki að tala við þetta fólk þá er hægt að skoða þetta og í Júní var farið af stað með þetta og óskað eftir að þetta yrðið tekið fyrir á fundi og ég beið og ég beið eftir að fá svar og það var talað aftur og aftur við féló og svo um miðjan sep var þetta tekið fyrir jú ég fæ 10 tíma og nú er ég að fara af stað á að mæta á mánudaginn en mér kvíður alveg svakalega fyrir en ég vona bara að þetta beri árangur það bara verður.
Annars koma bjartir dagar líka og ekki er allt ömurlegt en,svo eru líka svona kverstaksleg vandamál vinnubíllinn hans Gísla er ónýtur og ég er bíllaus
nei það er allt í lagi.
Svo fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir að ég er búin að skipta um netfang það er hér fyrir ofan.
En þetta er orðið gott í bili veit ekki neitt hvernær ég skrifa næst það kemur bara í ljós.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)