9.12.2008 | 23:43
þegar piparkökur bakast......
Jæja það er allt gott hér bara verið að reyna að koma jólum í húsið og gengur það vel bara annars langaði mér að sýna ykkur myndir frá deginum í dag þá bökuðum ég og börnin piparkökur og það er alltaf bara gaman gott spjall við börnin á meða skorið er út úr deginu...
Sverrir og Ásta að baka.
Duglegur krakkarnir mínir.
Svo kom Auður heim úr skólanum og bakaði líka.
Hér er svo ég að skera út nokkrar.
Hér er svo hluti af afrakstri dagsins.
Svo verður haldið áfram á morgunn og eitthvað bakað pínu meira til að maula yfir þessa hátíðisdaga sem framundan eru.
En svo bara til gamans þá fórum við öll á aðventukvöld á sunnudagskvöld þar var sýndur helgileikur í höndum fermingar barna og var Auður Jósef hér er ein mynd af henni.
Hér er Auður í hlutverki Jósefs.
Eitthvað er stærðin á stöfunum að stríða mér en ég vona að þetta skiljist og sjáist.
Kveðja Heiður og hennar bakara meistarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)