12.2.2008 | 15:49
Spjall við mömmu sína.
Mig langar að deila með ykkur smá pirringi í honum syni mínum......hann Sverrir er 8 ára síðan í desember og í dag er þriðjudagur og það er allra leiðinlegasti dagurinn í allri vikunni að hans mati þá fer hann í skólann kl 8 eins og alltaf og kemur heim um 13,30 eins og alltaf en svo er sundkennsla kl 14,20 hann les og svo keyri ég hann í sund og alltaf er sagt og svona 13,50 byrjar þetta jæja sverrir nú förum við að fara af stað í sundið...NEI mamma ég fer ekki í sund jú sætastur þú ferð í sund svona getur þetta gengið til svona 14,05 þá löbbum við saman út í bíl og hann heldur áfram alveg þangað til það er stoppað fyrir utan sundlaugina og þá kemur....mamma vertu hér fyrir utan þegar ég er búin....ok elskan sé þig eftir sund mamma elskar strákinn sinn...svo notar móðirinn tímann til að versla í matinn fara í bankann og þess háttar og reynir að vera komin á réttum tíma...tek það framm að hann er rosalega fljótur að klæða sig og jú ég fór til einnar vinkonu í dag því ég nennti ekki heim í millitíðinni og var komin 5 mín yfir kl 15 en tíminn er búin kl 15 og minn maður er ösku reyður yfir að ekki stóða grænn jeppi fyrir utan sundlaugina og varð fyrst að fá að skvetta smá af reyðinni yfir mömmu inn um bílstjórahurðina svo er komið inn og í þetta skiptið var það frammsætið,þá koma oft svona gullmolar frá honum og hér er einn...
Sverrir: Mamma það kemur ljós frá guði.
Mamma:já guð er að senda okkur smá ljós.
Sverrir: Nei mamma guð er að bræða snjónn.
Mamma: Nú vill guð ekki hafa snjó ?
Sverrir: Nei guð veit að ég þoli ekki snjó og vill þá að hann fari.
Mamma:En finnst þér ekki gaman að leika í snjónum ?
Sverrir:Nei hann er kaldur og mamma þá verður mér kalt....viltu að strákurinn þinn verði kalt....
Nú vorum við komin heim og samræðum lokið...sverrir er stundum frábært sérstaklega rétt eftir að hann verður reyður eins og gerðist í dag og þá koma oft svona perlu molar frá honum.
Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2008 | 09:46
Enn falla flóð fyrir vestan.
Þegar alltaf er verið að segja frá snjóflóðum þarna fyrir vestan (þó ekki á byggðir sem betur fer þó bílar hafi keyrt inn í flóðin en sem betur fr enginn mannskaði) minnist ég alltaf þegar stóra flóðir kom á mína heimabyggð Patreksfjörð árið 1983 þegar allir voru fluttir úr húsum sínum og ég fór með mömmu systkinum mínum og einni vinkonu inn í félagsheimili og vorum þar í 2 nætur að mig minnir gæti alveg hafa verið lengur man það ekki alveg,en ég man líka að ég og vinkona mín ætluðum að passa bróðir minn um kvöldið því það var þorrablót og mamma og pabbi ætluðu að fara en í staðin fórum við og borðuðum þorramatinn með mömmu en pabbi var að hjálpa til að leita í flóðunum,ég man líka þegar flóðin féllu á Súðavík og Flateyri 1995 þá minntist ég flóðana heima 1983.
Kveðja Heiður.
![]() |
Snjóflóð féll á Óshlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)