Dagur að kveldi komin.........

Jæja þá er þessi dagur að kveldi komin...ég er nokkuð ánægð þó mér hafi kviðið fyrir þessum degi í dag eru 6 mánuðir liðnir frá því að við gengum í gegnum erfiðasta dag í lífi okkar hér þegar presturinn kom hér og tilkynnti að Hilmar væri dáinn,við fórum í bæinn í dag og fórum í kirkjugarðinn til hans mér finnst það pínu erfitt enn þá kemur svo mikill söknuður ég hef auðvita hugsað um þennan dag fyrir 6 mánuðum en hugsaði kannski meira um það í gær því þá var minna að gera en í dag...ég er pínulítið feginn að hlutirnir urðu þannig að það var frekar mikið að gera í dag og hafði kannski ekki eins mikinn tíma til að hugsa um þennan dag fyrir 6 mánuðum en ef ég hefði bara verið heima.

En dagurinn byrjaði á því að við Auður fórum og hittum sálfræðing (á heilsugæslustöðinni)sem ætlar að reyna að hjálpa Auði og svona í stuttumáli er staða Auðar þannig að hún getur ekki talað um Hilmar bróður sinn og að hann sé dainn öðruvísi en að gráta og henni líður ýlla yfir þessu og er talin full ástæða til að hjálpa henni að komast í gegnum þetta.. Himmi var hennar uppáhalds bróðir og hún þekkti hann vel og Himmi var líka svo ROSALEGA góður vð Auði...þau elskuðu hvort annað mikið,ég hef mikla trú á þessum sálfræðing og að hann geti hjálpað henni.

En svo þegar við komum út í bíl fengum við sms og jú það fæddist lítill eða bara stór frændi í morgunn Ásta og Einar eignuðust annan strák og var hanan hvorki meira en 19 merkur og 55 CM risa stór við Gísli fórum og kíktum á þau og hittum líka STÓRA bróðurinn og ömmu Boggu og Loft afa og Sverrir Pétur allir að skoða auðvita voru teknar myndir og læt ég eina fylgja hér fyrir neðan.

Litli Einarson og fleyra 057

 

 

 

 

 

 

 

 

Prins Einarsson.

Í dag kl 15 hittust svo saman í Sjónarhól og ræddu mál barnana okkar þetta voru læknirinn þeirra kennarar félagsþjónustan konan sem ég hitti vikulega og  fulltrúi frá Sjónarhól svo við foreldrar alls 10 manns og voru ræddar leiðir til að hjálpa þeim í skólanum og kemur til greyna að fá félagslega aðstoð fyrir þau ég er nokkuð sátt eftir þennan fund og kannski pínu bjartsýn en ég veit ekki enn hvað félagsþjónustan getur gert  fyrir okkur en hugmyndir komu upp sem verða skoðaðar það er ýmislegt sem ég ætla að gera og svo verðu ýmislegt sem skólinn ætlar líka að gera sem verður gott fyrir þau en nokkuð haldið í það sem er verið að gera líka núna í skólanum líka til að þau finni ekki eins mikið fyrir breitingum,svo eigum við að hitta læknirinn á fimmtudaginn og þá gætu orðið lyfja breitingar hjá Auði að minsta kosti,ég vona að þetta geti orðið til einhvers góðs fyrir okkur öll og hefur í rauninni margt gerst bara á síðustu dögum eða frá því að ég lét þessi mál í hendur þeirra sem kunna að fjalla um svona mál þá meina ég þessa góða fólks sem vinnur á Sjónarhóli.

En jæja ég held að ég sé búin að skrifa nóg í bili og er frekar þreitt eftir anna saman dag og býð Góða nótt....

En eitt að lokum við skoðuðum þvottavélar í leiðinni og JÚ húsmóðirnn er búin að finna vélina sem hana langar í en auðvita er hún uppseld og er væntanleg í þarnæstu viku og bíð ég bara "róleg" Cool afþví ég er svo róleg...hehehSmile

Kveðja Heiður "rólega" 


Bloggfærslur 19. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband