23.2.2008 | 13:31
Árshátið þvottavél og
Jæja þá má segja að það sé komin tími til að skrifa smá á bloggið....
Við erum að fara á árshátíð í kvöld með vinnunni hjá Gísla þannig að ég skellti mér í að láta laga hárlokkana í gær og er enginn rót niður á axlir úúff hvað ég er feginn og svo Björn barnapía er komin í hús sem er gott hann skrapp aðeins með vinum sínum í gærkvöldi og var ekki komin þegar gengið var til náða hér í gærkvöldi og voru sumir karlmenn að spá í hvort hann hafi gleymt að hann hafi ætlað að passa eða að hafa húsið opið og hann farin að sofa en auðvita skilaði hann sér í morgunn hress og kátur og spilar WOW hér núna...
.
Svo þegar minn maður kom heim úr vinnunni í gær rétti hann mér nótu og jú þessi elska fór og keypti nýja þvottavél og þurkara líka svo ég er að fá allt nýtt í þvottahúsið þetta kemur allt í næstu eða þarnæstu viku eins og ég sagði í síðustu fæslu er þvottavélin uppseld og er væntaleg í næstu viku en næsta vika eru 5 virkir dagar og ég veit ekki hvenær þetta fer í flutningabílinn til Grindavíkur og nú er það næsta mig langar að breita aðeins til í þvottahúsinu en þá þarf auðvita pípara og er ég að vinna í því að ná í Gumma til að skoða hvort þetta er mikið mál ef þetta gengur eftir fæ ég borð í þvottahúsið
það er svakalega gott.
Annars er allt gott að frétta héðan man ekki eftir fleyru í bili en þangað til bless Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)