BJARTARI DAGAR

Komst að því að allir dagar eru hreinlega ekki eins.....Winkeins og ég sagði frá í fyrri fæslu átti ég frekar fúllt samtal við þennan skólasálfræðing á föstudaginn og varð frekar heitt í hamsi en svo fékk ég símtal frá Sjónarhóli sem er að fara inn í mál barnana og ætlar að aðstoða mig við að fá þeim rétti framgengt sem börnin eiga og jú konan sem sér um mín mál hringdi í sálfræðinginn sem starfar hér á heilsugæslustöðinni og hann hringir í mig á næstu dögum og ætlar hann að tala við Auði og athuga hvað er hægt að gera fyrir hana ...já ég er búin að segja það OFT að þessi kona á sjónarhóli er engill í dulargerfi hún er frábær og tekur allt af mér og reddar því sem þarf og ég held bara áfram að gera það ég á að gera hugsa um börn og heimili meðan hún vinnur verkin svo mæti ég bara á fundi þegar þess er óskað...þannig að í dag er ég mun hressari en fyrir helgi.

Er farin að hugsa fyrir afmælisveislu barnana og er stefnan tekin á næsta sunnudag ég held bara eitt afmæli fyrir þau öll í staðin fyrir að halda eitt í desember,annað í janúar og þriðja í febrúar ...þetta heitir skipulag að dreifa þessu ekki yfir árið....eða eins og einhver sagði við mig einu sinn að það sé greinilega bara fengitími einu sinni á ári hjá okkur...eins og hjá ????Grin.

Jæja gott í dag vonandi eiga allir góðan dag...kveðja Heiður. 


Bloggfærslur 4. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband