7.2.2008 | 12:58
07,02,95
FRUMBURÐURINN ER 13 ÁRA.
Nú langar mig að fara 13 ár aftur í tíman en á þessum tíma var ég stödd á Landspítalanum á fæðingardeildinni og var að reyna að koma frumburðinum í heiminn ekki var ástandið gott barnið hafið verið með mjög hraðan hjartslátt og virtist mikil óróleiki hjá barninu svo ég var gangsett með eins miklum hraði og hægt var,rólegt var á fæðingardeild og náði faðirinn rétt að mæta á staðinn áður en farið var inn á fæðingardeild en amman sem ætlaði að vera við stödd sat föst í permanetti á hárgreiðslustofu í Hafnarfirði en hún mætti um leið og permanettið var klárt og fór í klippinu seinna(tek það fram að hárgreiðslukonan er í ættinni)svona til að stytta þetta þá tók fæðinginn allan daginn en frekar litlar fréttir farman af en svo við vaktaskipti var tekin ákvörðun um að fara að ýta á eftir barninu, sem var gert með drippi gekk þetta þá betur en svo um kl 22 stoppaði allt í 7 til 8 þá var tekin ákvörðun um að leisa móður og barn frá þessu og kallaður til svæfingalæknir til að mænudeifa og á meðan beðið var eftir að komast á skruðstofu kom 10 og þá var bara að koma barninu í heiminn NÚNA og fæddist stelpa kl 22,31 þreitt og grét ekki og ég fékk hana ekki en í staðin hljóp barnalæknir með hana út og við foreldrar vissum ekkert hvað var á seiði þangað til kom einhver kona og sagði að læknirinn kæmi og tala við okkur....eina sem okkur datt í hug að eitthvað var að barninu eða það dáið hann kom svo og sagði að við hefðum eignast heilbryggað stelpu en hún væri þreitt og þyrfti að fá að kvíla sig í hitakassa og fá pínu súrefni ÆJ hvað ég varð glöð pabbinn og amman fóru svo og skoðuðu hana og fóru svo heim að sofa hjá stóra bróður hennar en ég fékk ekki að sjá hana fyrr en eftir miðja nóttina.
Þetta sytur alltaf í minningunni hjá mér,mér var nú sagt að þetta myndi gleymast flótt nei takk þetta hefur alls ekki gleymst.
En jæja þá eru þessi afmælis hrina búin hér á heimilinu þangað til í Mai en auðvita euð önnur stór og lítil afmæli hjá ættingjum.
Hér eru svo 2 myndir af afmælisbarninu.
Hér er Auður um 2 ára með Hilmari stóra bróðir.
Hér er hún í dag.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)