15.4.2008 | 10:10
Fröken randa mætti
Mig langar svo að deila með ykkur litla ferfætlingnum á heimilinu en í morgunn heyrðist eitthvað suð úr stofunni og var Sokkur Gíslason frekar forvitinn en svo kom að því að hann fann þetta sem suðaði jú fröken randafluga var í stofuglugganum hann stökk upp í gluggan og kíkti á gestinn ég held samt að hann hafi ekkert skilið í þessu hann horfði bara og svo ef hún stoppaði og lengi lét hann loppuna "vaða" í hana þetta stóð í dálítinn tíma,tók mynd til gamans og set hér en svona mín skoðun á þessum óboðna gesti er að mér er frekar ýlla við þá en svo kom Lilja vinkona í kaffi í morgunn og losaði mig við hana svo nú flýgur hún um loftin blá í ískulda.....
Hvað er þetta ????
Er þetta dautt ??
Á ég að leika við þig ??
Hér er fröken randa komin undir glas á leiðinni út í hina víðu veröld....
Njótið dagsins Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)