27.4.2008 | 22:02
Hvað er áfallahjálp ??
Ég er búin að velta fyrir mér nokkrum hlutum síðustu vikur og held ég að það hljóti að teljast hluti af bata ferli sem er langt og strangt.
En eitt er það sem ég hef velt fyrir mér er eitthvað sem kallast áfallahjálp jú þetta er orð sem maður er búin að heyra svo oft í fréttum og lesa í blöðum...ég vara að horfa á fréttir á stöð 2 áðan þar var talað við foreldra þriggja barana og eitt var veikt og það töluðu um að þeim finnst vanta eitthvað áfallateimi fyrir fjölskyldur langveikara barana eða ef fyrir vinnan veikist eða eitthvað...ég ætla svo sem ekki að tala mikið um þessa frétt en hún fékk mig til að hugsa um mig og mína fjölskyldu ég er búin að hugsa þetta nokkuð oft síðustu vikur án þess að tala mikið um það en nú langar mig...
Á fallegum degi í ágúst mánuði 2007 er bankað og ég fer til dyra stendur maður úti og geri ég mér strax grein fyrir að þessi maður er prestur hann spyr eftir Gísla og þá átta ég mig á að eitthvað af strákunum hans á í hlut en hver ? jú Gísli klæðir sig í flíti og kemur framm presturinn kynnir sig og spyr hvort hann sé ekki faðir Hilmars Márs hann segir okkur að Hilmar sé dáinn ég var eins og sleginn og ég vissi ekki hvernig þetta gat gerst presturinn sytur hjá okkur í góða stund og talar við okkur segir okkur að við getum komið og fengið að sjá hann seinna um daginn svo fer hann en áréttar við okkur að hafa ekki áhyggjur af þeim sem fyrir austan eru þeir fái allir áfallahjálp bæði fangar og starfsfólk sem ég er mjög þakklát fyri Því nóg var að hugsa um okkur fjölskyldu Hilmars en svo kemur af því að við hittum séra Bjarna sem jarðaði Hilmar hann var yndislegur í alla staði hann hélt utan um okkur báðar fjölskyldur Hilmars við hittum séra Bjarna nokkrum sinnum man ekki alveg hvað oft stundum vegna jarðafararinnar og svo áttum við líka gott spjall nokkru eftir jarðaförina.
Svo kemur kannski það sem ég hef mest hugsað það er enginn formleg áfallahjálp eða ég meina það er enginn látinn vita að það er fjölskylda í mikilli sorg og í miklu áfalli,nú langar mig að segja þetta eins og þetta kemur frá mér....Hilmar dó ekki hér og það var ekki sóknarpresturinn hér sem þurfti að tilkynnar okkur andlátið og ekki von um að hún hefði vitað þetta hér er heilsugæslustöð það var enginn látinn vita af okkur þar það sem ég hef haldið er það þetta fólk sem eru helstu sálgæsluaðilar þegar einhver deyr,fyrir mig var besta leiðin að leggjast bara í rúmið að deila minni sorg við koddann minn hann sagði ekki neitt og þá var ég örugg um að heyra ekki það sem ég vildi ekki heyra mér fannst líka erfitt að setjast fyrir framan eitthvað fólk (læknir eða einhvern )og segja mér líður ýlla af því að stjúpsonur minn tók sitt eigið líf á þessum tíma gat ég það alls ekki,en ég á alveg svakalega góða vinkonu sem kom til mín seint í oktober að mig minnir og spurði mig hvort ég þirfti ekki að fá hjálp nei ég hélt ekki ég hliti að "jafna" mig einhver tíman en svo kom að því að allt var komið í steik heimilið ég var smá saman að loka á vinina og hringdi æsjaldnar í fjölskylduna og vild bara vera ein ég var reið við einhvern en vissi ekki hvern það breittist jafnvel á hverjum degi en svo kom sá dagur að vinkona mín ræddi við mig um hvort ég vildi að að hún kæmi með mér til læknis nei ég vildi það ekki svo ég sat og hugsaði eftir að hún fór að ég yrði að gera eitthvað ég grét á hverjum degi þegar enginn sá og mér leið ýlla mér fannst ég hafa brugðist í uppeldinu ég hefði átta að reyna að hjálpa honum meira (en í dag veit ég að ég gat ekki gert meira en ég var búin að gera)..... þetta er í oktober 2007 í dag er ég búin að vinna eftir ákveðnu kerfi sem gengur að miklu leiti út á að breita hugsun og greina hana og skoða betur ég hef einnig verið á þunglindislyfjum og þetta er búið að hjálpa mér ROSALEGA mikið nú fer sú stund að renn upp hjá mér að útskrifast og þá stend ég á einifótum og það get ég vel en allt byrjaði þetta með áfallahjálp ég er líka búin að tala við prestinn hér og sagði hún mér að enginn hafi látið hana vita af okkur en hún hafi frétta af þessu í nóvember ég er ekki reið við hana hún er nýkomin sem prestur hér og þekkir ekki aðstæður,ég hef hugsað þetta og myndi ég vilja sjá áflallahjálp miklu öflugra því ég myndi ekki vilja að neinn gengi þann veg sem ég fór og vonandi get ég lagt mitt á vogaskálarnar í farmtíðinni en alls ekki strax,mig langar líka að fara inn í Nýdögun og hitta fólk þar sem hefur gengið í gegnum svipaða hlut.
Ég er búin að hitta Sólveigu einu sinni í viku síðan í nóvember hún er búin að hjálpa mér svo mikið ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki komist til hennar.
Svo ætla ég að setja hér fyrir neðan fyrir þá sem vilja fylgjast með hjólatúrum fjölskyldunar þá erum við búin að fara 2 ferðir eina í gær og aðra í dag ekki komin með mikið af harðsperrum enn þarf samt að venjast að sitja á þessum hnakkkkk en þetta er bara gaman og góð hreyfing er svo búin að átta mig á hvað vöðvar hafa alveg sleppt að vinna mest þykir börnunum gaman að reyna að vera á undann mömmu og pabba
.
Jæja kveðja til ykkar allra og njótið stundarinnar....munið það hún kemur ekki aftur.
Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)