13.5.2008 | 13:59
13,Maí 2008.
Góðan daginn.
Hér er bara gott veður í dag engin þoka eins og í gær og til valið fyrir svona kellur eins og mig að nota þetta veður til að þvo þvott og þurka úti .
Eins og ég sagði hér í fæslu fyrir er korssinn á leiðinu hjá mömmu hans Gísla orðin frekar lúinn og ætla ég að fara að finna nýjan kross prufaði að leita á netinu í gækvöldi en fékk frekar lítið ef einhver veit um einhvern sem gerir svona má setja það í komment hér annars ætla ég að athuga þessa staði sem selja legsteina og sjá hvað kemur út úr því.
Húsbóndinn á þessu heimili á afmæli í dag og er ég búin að fara út í búð og kaupa gott að borða ég ætla að gefa honum lærisneiðar steiktar á pönnu.
Hér er Gísli með strákana sína.
Annars veit ég ekkert hvað ég hef að segja er bara hress mér finnst gaman að lesa hjá Röggu sem fór á vestfirðina um helgina og tók smá með af vestfjörðunum með sér á sunnlenska malbikið oh það hefði verið gaman að fara með henni mér finnst líka svo gaman að frænka Röggu sem býr í Hænuvík pabbi minn er fæddur í þessari sveit og þangað tengist Hilmar sem tengist svo mér og pabba allt fer þetta í hringi.
En jæja farin að gera eitthvað af viti ef ég hef mig upp í það kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)