Fæsla dagsins 20 maí.

Góðan daginn hér.

Héðan er allt gott að frátta nú er komið að garðvinnu og er ég er alltaf á leiðinni en alltaf skal ég þurfa að gera eitthvað annað eða það koma gestir og garðurinn bíður...hann hleipur svosem ekki neitt þetta er allt í lagi.

En svo er júróvision undankeppnin að byrja í kvöld ég ætla eða var ákveðin í að horfa þá er auðvita þættir sem mig langar að horfa á að stöð 2 og ég hugsa að ég geri það úr því að Ísland er ekki að keppa í kvöld og horfi svo á fimtudaginn.

Við fengum fólk í kaffi í gærkvöldi Ragga,Steinar og Björn komu og fór Ragga að segja okkur frá robot ryksugu sem hún var að kaupa og mig langar í svona sniðugt FootinMouth Ragga verður bara að setja hann í gang næst þegar Gísli kemur við á nesinu Whistling.. 

En svo er 20 maí í dag og þá fermdist stúlka ein vestur á Patreksfirði árið 1984 og eru sem sagt 24 ár síðan ...... ÚFFF hvað tíminn líður en ég á hér ein mynd af þessari stúlku og set hana hér innWink

scan0004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vel fléttað hár og blóm í fléttum því þessi unga dama vildi sko ekkert sem heitir slöngu lokkar og þess háttar skraut...og ekki kjól og ekkert stelpu vesen það er vel hægt að hlægja af þessu í dag en sennilega var þetta ekki fyndið árið 1984.

Jæja ég ætla að kveðja í bili og bíð ykkur góðan dag.

Kveðja Heiður. 


Bloggfærslur 20. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband