23 Maí 2008.

Í dag var haldin vorgleði hjá skólanum og var Ásta bara í fríi á leikskólanum og kom með í skólann það er ýmislegt gert til skemtunar og er smíðastofan opin og handavinnustofan svo er hægt að föndra hatta tískusýning frá verslunum hér í bæ og svo er boðið upp á andlitsmálun og ef ég finn ekki Sverrir þá er bara að fara í smíðastofuna og hann er þar Smile að smíða sverð og hnífa þannig að ég fer klifjuð sverðum og hnífum eftir þessa skemmtun í skólanum W00t en í dag var vindur smá rigning og frekar kalt þannig sem er ekki eins gaman og ef er sól og gott veður og svo býður foreldrafélagið upp á pylsur svala og prins póló til sölu og allir fara saddir heim....svo er það hefð að kíwanis menn í Grindavík gefi 3 bekk hjóla hjálma og fékk Sverrir því nýjan hjálm á hausinn....Ásta fór og lét mála sig í framan og ætla ég að sýna ykkur listaverkið.

Ágúst.Eyji Ásta og Auður 003

Svo þegar við vorum rétt komin heim þá komu Ásta Eyjólfur og Ágúst til að sækja Auði en hún ætlar að vera í Keflavíkinni um helgina og hjálpa til við að passa Eyjólf.

Ég man ekki neitt fleyra í bili þannig að ég kveð í bili.

=====================================

En ég ætla að setja hér söfnunina fyrir hana Öldu sem var að greinast með illkynja sjúkdóm og þarf að fara í mikla meðferð þessi fjölskylda þarf hjálp á þessum erfiðu tímum og munum að .....margt smátt gerir eitt strórt.....

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar

 

 


Bloggfærslur 23. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband