Við erum svo sátt.


Á föstudaginn fór Gísli og náði í krossinn á leiðið hjá Dísu tengda mömmu hann var svakalega fallegur og við ánægð með hann,svo í dag var farið af stað í kirkjugarðinn  og hann settur á sinn stað en fyrst var farið í Garðheima og kaupa blóm á leiðið og athuga hvort væru til einhverjir englar á leiði þetta gekk vel og við keyptum stjúpur og blóm sem heita flaugelsblóm svo fórum við og skoðuðum hvað til væri af englum og við fundum engil sem okkur fannst ganga vel hjá ömmu,svo lá leiðin upp í kirkjugarð og Ásta og Sverrir voru með okkur og voru voða spennt að taka til hendinni hjá ömmu og Ásta fór og ætlaði að skoða gamla krossinn og þá brotnaði hann þannig að þetta mátti ekki tæpara standa að koma með nýjan(hún varð nú hálf kjánaleg á svipin þegar hún sá að hann brotnaði en allt lagaðist þegar við sögðum allt í lagi við setjum nýja krossinn) svo hjálpuðust allir að við að gera fínt,ég tók myndir sem ég set hér með fæslunni en svo er albúm merkt Kirkjugaður sem ég set fleyri myndir.

Leiði Dísu maí 2008 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona fór krossinn.

Leiði Dísu maí 2008 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er eftir að nýji krossinn og blóm komin.

Rosalega vorum við ánægð þegar þetta var búið og við erum svo sátt og glöð. 

 

Svo þegar við komum  heim fór ég hér út í garð og tók aðeins til í trjábeðinu en er ekki alveg búin vonandi verður þokkalegt veður á morgun þá get ég gert meira svo keypti ég nokkur blóm sem ég ætla að setja hér í potta fyrir framan húsið....

Vonandi eiga allir gott kvöld ég ætla að koma mér vel fyrir í sófanum og glápa á kassannnn...

Kveðja Heiður. 


Bloggfærslur 25. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband