27.5.2008 | 14:29
Hér er mætt eyrnabólga.
Núna sit ég hér og bíð eftir að klukkan verði ca 15,það var hringt í mig um 13,30 úr leikskólanum og Ásta var komin með í eyrun grét sárt í korter og sagði fóstran að þegar hún er farin að gráta svona þá er eitthvað að,ég hringdi upp á heilsugæslu og athuga hvort væri möguleiki að troða henni á milli en NEI það er ekki hægt svo nú bíð ég eftir að komast á læknavaktina inn í Keflavík og hún byrjar kl 16 en það er byrjað að skrá inn kl 15,30 og þá ætla ég að vera mætt og vona að ég þurfi ekki að bíða í marga klukkutíma,við mæðgur þyggjum alla góða strauma því á morgunn er stór dagur hjá Ástu hún ætlar að útskrifast af leikskólanum þá er nú gott að vera hress....en ég er farin að bíða meira og læt heyra í mér þegar við komum heim..
-----------------------------------------------------------------------
VIÐBÓT.
Jæja við erum komnar heim komumst fljótt að hjá lækninum og engin eyrnabólga vökvi og hella en hálsbólga eða stektokokka sýking og sem sagt pencilin,engin leikskóli á morgunn en ég ætla að athuga hvort hún má koma á útskriftina læknirinn taldi að hún yrði hætt að smita um 15 á morgunn svo við vonum allt það besta.
Kveðja Heiður og Ásta lasna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)