28.5.2008 | 16:53
Útskriftin hennar Ástu.
Jæja þá er útskriftin hjá Ástu búin og tókst þetta mjög vel og ekki var laust við að móðirinn finndist þetta skrítið og tilfinningin blendin að litla barnið væri að ljúka leikskólagöngunni,Hulda leikskólastjóri hélt ræðu og voru krakkarnir voða stilt og góð svo sungu börnin umhverfislagið og spiluðu krummi svaf í kletta gjá á heima tilbúnar trommur rosalega flott,svo fengu börnin öll útskriftaskjal,mynd af hópnum,verkefni sem þau unnu í vetur og ljóðabók og hafa öll börnin rímað og það svo sett í bók.Hér koma myndir af Ástu Sigríði útskriftadömu.
Set hér rímuna hennar Ástu....Ég sá flösku vera að fara ofan í tösku...
Hér er Ásta með útskrifta skjalið og rósina.
Hér er allur hópurinn að spila á heimatilbúnar trommur,(Krummi svaf í kletta gjá.)
Hér var tekið framm krullujárn til að vera svo fín.
Kveðja Heiður og Ásta Sigríður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2008 | 12:20
Ásta Sigríður
ætlar að útskrifast af leikskólanum í dag þrátt fyrir vandamál gærdagsins getum við mæðgur mætt á útskriftina í dag,eins og deildarstjórinn sagði í morgunn það er alls ekki hægt að taka þetta frá henni annars er húnörugglega búin að smita ef hún ætti að gera það því hún var á leikskólanum í gær en er komin á lyf og er nú að komast yfir smit tímabilið,hún er heima og mætir bara klukkan 15 í útskrifina en það er auðvita búið að vera mikið að gera fara í bað og athuga með föt til að fara í og svo á eftir að laga hárið hún ætlar að vera FÍN og flott nema hvað þetta er fyrsta útskriftin á lífsleiðinni....ég ætla að taka myndir og set hér seinna í dag.
Sverrir fór svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn í morgunn og ætlaði ég með honum en það gekk ekki svo hann fór bara einn í rútunni en pínu sár en ég vona að allt gangi vel næst þegar farið verður og ég get farið með honum....
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)