29.5.2008 | 10:47
29,maí 2008.
Jæja hér fór prinsessan á leikskólann í morgunn þetta er sko næstsíðasti dagurinn og allir hressir.
Við erum að fara í bæinn ekki alveg í neina skemmtiferð en í dag á að jarða hana Sjöbbu frænku (frænka Gísla) sem dó 22 maí.
Búið er að dreifa minstu börnunum nokkuð jaft um Grindavík í pössun en Auður verður hér heima hún ætlar að fara til tannlæknis.
En ég ætla að nota ferðina og athuga með ól á Skellu hún er búin að fatta hvernig á að komast út úr þessu húsi og þegar restina af fjölskyldunni fattar það hleipur það eins og óðar manneskjur á eftir henni til að passa að hún tínist ekki og hún skilur ekki hverslags þetta er .
En jæja best að búa sig af stað kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)