Föstudagur.

Góðan daginn hér.

Í gær fórum við í Keflavíkina og þurftum að fara í Húsasmiðjuna og ná okkur í meira til að bera á grindverkið þegar við vorum búin að gera það var upplagt að skreppa í Bónus og ná í eitthvað í matinn svakalega gott ef maður kemst barnlaus svo skruppum við í hjólabúðina(oh alltaf í hjólabúðum núna) nei það þurfti að kaupa nýjan hjálm á Auði hún tíndi sínum,,,hvernig sem það er hægt en við fengum fínan hjálm og auðvita er ekki hægt að sleppa litlu börnunum svo Ásta fékk körfu og stól fyrir dúkkuna og Sverrir standara og allir svaka sáttir,en svo datt okkur í hug að kíkja í tölvubúð okkur er búið að langa að kaupa fartölvu og flakkara lengi og erum búin að vera lengi á leiðinni í þann leiðangur og jú það var keypt talva og flakkari þá vantar ekki þessi tæki á þetta heimili það er mjög sniðugt að hafa þetta með þegar við erum að ferðast þá er hægt að horfa á mynd ef veðrið er leiðinlegt ferðuðumst með vinum okkar í fyrra sumar sem gerðu það og jú þetta er sniðugt.

En svo endað á að skutla Auði í Njarðvík í helgar gistingu og var hún rosalega spennt mátti mæta með sundföt og fara með Hilmari í ungbarnasund ekki leiðinlegt það var æðislegt að kíkja á litla manninn sem var svo vel vakandi og rosalega skemmtilegur.

Ragga hefur verið með fæslu um að stofna samtök þeirra sem mist hafa í sjálfsvígum að mínu mati er það nauðsynlegt að stofna svona þið getið skoðað þetta hún er efsti bloggvinur hér til hliðar. 

Jæja það er ekki meira í bili best að reyna að taka aðeins til því hinn helmingurinn er úti að bera á grindverkið kveð að sinni  bless Heiður.


Bloggfærslur 3. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband