Myndasýning.

Við fórum á hátíðarhöldin í Grindavík í dag og var boðið upp á uppblásin leiktæki og fullt af nammi og fleyra,börnin höfðu ekki mikin áhuga fyrir þessum uppblásnu tækum foreldrunum til mikillar ánægju það var svo langar raðir og þau nenntu ekki að bíða,en mig langar bara að sýna hér í myndum það sem börnin gerðu og svo var bara gengið um svæðið.

Sjómannadagurinn 2008 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásta fór í velti bílinn 3 veltur hér er hún á kvolfi.

Sjómannadagurinn 2008 002

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var farið um borð í Odd V Gíslason(Sverrir fannst mjög skrítið að báturinn væri Gíslason eins og hann)

Sjómannadagurinn 2008 010

 

 

 

 

 

 

 

 

Sverrir fór á fjórhjól smá torfærubraut hér er Sverrir til í slaginn.

Sjómannadagurinn 2008 012

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér fer Ásta af stað á fjórhjólinu.(hún fékk aðalsætið eins og stjórnandinn sagði)

Sjómannadagurinn 2008 020

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásta Sigríður skellti sér líka á mótorhjól með Grindjánum (Bifhjólaklúbbur hér)og kom alsæl til bara tróða sér svo fremst í röðina og aftur með sama manninum ég ætlaði að leifa fleyrum og sagði hún er búin að fara en maðurinn tók hana upp og sagði allt í lagi hún fer bara aftur og þar með var hún farin aðra ferð en ég flítti mér í burtu með hana áður en ég misti hana í 3 ferðina Whistling.

Sverrir vildi ekki prufa mótorhjól varð pínu hissa en þó ekki hann er með svakalega lítið hjarta og fannst mér gott að hann hætti ekki við fjórhjólið...Auður var mest lítið með okkur svo það eru engar myndir af henni en hún hringdi í mig og spurði hvort hún mætti stökkva í sjóinn og ég alveg NEI.. og er guðs lifandi fegin að hafa ekki séð þegar hún stökk FootinMouthman enn eftir því þegar Hilmar gerði þetta þá minnir mig að hann hafi verið 15 ára hann fór í fötum til að stökkva því hann var búin að tala um það heima áður en við fórum og svo stökk hann og ég hélt að ég...úff móðurhjartað var alveg í buxunu og svo sagði ég Gísla að láta mig vita hvort væri í lagi og þá leit ég ofan í höfnina og sá þegar hann var togaður upp í björgunarbát...ég veit að það eru fullt að mönnum og bátum til að bjarga en ég hlít að meiga láta svona ég bara get ekki gert að þessu....þetta eru börnin mín.

En þetta er dagurinn í dag kemur í ljós hvað gerist á morgunn...góðar stundir. 

Set fleyrir myndir frá deginum í albúm merkt.....börnin mín 

Kveðja Heiður. 


Bloggfærslur 31. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband