7.5.2008 | 16:40
Gæti verið að það værir gestur hér.
Góðan daginn.
Mig langar að segja ykkur frá dularfullu útvarpi...en þannig er að ég er með lítið útvarp í eldhúsinu hjá mér og svo fór ég að taka eftir því fyrir svona hálfum mánuði að útvarpið fer alltaf í gang klukkan 11.36 (eftir klukkunni í tölvunni) ég var ekkert að velta þessu fyrir mér neitt sérstaklega en hugsað er útvarpið orðið sjálfstætt en svo gerist það fyrir svoan 3 til 4 dögum að útvaripð fer að taka upp á því að slökkva aftur á sér klukkan 12.36 (enn eftir tölvunni) og þá fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér hvaða sjálfstæða útvarp ég væri með í eldhúsinu ..en mér datt eitt í hug sennilega er einhverjum sem finnst ég ætti að fylgjast betur með fréttum því þetta er jú svona ca á frétta tímanum á Bylgjunni....langaði bara að deila þessu með ykkur.
En svona af heimilislífinu eru tveir sjúklingar Auður er búin að vera heima með hálsbólgu og hita síðan á mánudag og Sverrir fékk einhvern svima hér rétt áður en hann átti að leggja af stað í skólann í morgunn og ég vildi ekki senda hann annars finnst mér hann eitthvað slappur en ég ætla að sjá til hvað margir fara í skólann á morgunn..annars er allt við það sama ég er búin að vera frekar löt við allt alveg sama hvað það heitir og þess vegna ekki skrifaði mikið en hér fáið þið eina dularfulla sögu af útvarpi.....
Og afþví ég er löt þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili en dett inn ef mér dettur eitthvað í hug.
Vona svo að allir eigi góðan dag það sem eftir lifir.....lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)