Ný vika.

Jæja þá er komin ný vika nýr dagur og hvað á að gera í dag ? það er góð spurning W00t.

SMÁ VIÐBÓT HÉR.

Ég ætla að setja hér efst smá viðbót,ég var að fá borða efst á síðuna mín litlu englana mína rosalega er ég ánægð með þetta hann Gunnar http://rannug.blog.is/blog/rannug/gerði þetta fyrir mig og setti síðuna mína á Topplistann þakka þér kærlega fyrir Gunnar þetta er rosalega flott,var búin að reyna þetta oft en þetta koma allt bjagað enda er ég ekki tölvugúrú....FootinMouth.

Ég er afskaplega fegin að ekkert af mínum ská börnunum fóru á bíladaga þetta árið það gekk ekki mjög vel fyrir ári síðan svo ég er kampa kát með að allir voru heima.

Svo las ég alveg þá bestu frétt hjá Röggu í gær Hjalli fær að taka út í samfélagsþjónustu ég get ekki líst því hvað við Gísli vorum ánægð að það sé komið á hreint,veit ekki hvernig ég hefði tekið því ef hann hefði þurft að fara inn...jeminn get bara ekki hugsað um það.

En svo er stóra stelpan mín komin heim og verður í viku æj það var svo gott að sjá hana þessa elskuInLoveég þarf bara að venjast því að hún sé ekki heima í heila viku en auðvita heyrði ég í henni bæði sms msn og í síma,svo var ég búin að lofa henni að ef vel gengi í prófunum og hún myndi leggja sig alla framm þá mætti hún fara í plokkun á augabrúnum svo í hádeginu fór hún þegar hún var búina hringdi hún og sagði...mamma veistu hvað þetta var vont...ég sagðist alveg vita það en vildi ekki segja henni það svo nú er hún svaka pæja.

Ég er nú öll að jafna mig á brunasvæðum er búin með rúmlega 1/2 túpu að alovera kæli geli svo þetta er allt í áttina en núna verður sólavörnin notuð óspart...Grin.

Brunarústir 2008 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo brunarústirnar langaði svo að eiga mynd og get leift ykkur að sjá líka.

 

Í kvöld verður kátt í götunni hér hjá mér það á að vera svona götugrill og ætla allir að koma saman við eitt húsið í götunni og grilla saman það verður gaman þetta var hefð hér en hefur ekki verið gert í 3 til 4 ár en svo var ákveðið að prufa að endurvekja þetta og er þetta í fyrsta skipti sem við förum börnunum hlakkar mikið til og ætlauðu ekki út í dag til að misssa ekki af þessu en ég sagði að þeim væri það alveg óhætt því þetta verður ekki fyrr en í kvöld....

Jæja er þetta ekki orðið gott í bili kveð að sinni Heiður. 

 


Bloggfærslur 16. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband