jæja komin

Heim já hann Sverrir datt þegar hann var að hlaupa ofnaí sundlaugin á leikjanámskeiðinu í dag og fékk gat á hausinn ekki í fyrsta sinn sem þarf að bruna með töffarann á slysó,ég spurði hann afhverju hann hafi ekki komið heim eftir að hann meiddi sig og svarið var....mamma ég harkaði af mér....mér datt bara einn bróðir hans í hug hann gerði það stundum að haka bara af sér þegar hann meiddi sig og það var sama hvað það var lítið eða stórt,við fórum og hittum læknir og hann fékk eitt spor í hausinn.

Sverrir átti svo að mæta í klippingu í hádeginu á morgunn og verður frestun á því hann verður með lubban framm í næstu viku kall anginn..

En stundum er það þannig að maður er heppin Valdimar hringdi og spurði hvort við værum heima og langaði aðeins að kíkja og fá sér kaffi stundum dettur honum þetta í hug frekar en að far heim til sín en hann kom og passaði litlu systir sína á meðan ég fór með Sverrir.

Auður er farin til Ástu í Keflavíkina og eru þær að fara á Patró á morgunn þær ætluðu um daginn en þá varð Ásta að hætta við og á að leggja af stað strax í fyrramálið...Auði hlakkar mikið til að hitta ömmu og svo á hún vinkonur þarna líka sem hana hlakka til að hitta.

En jæja það er ekki meira að sinni kveðja Heiður. 


19 júní í dag.

Í dag er 19 júní til hamingju konur með daginn.

En mig langar að setja það hér þetta er bleikur dagur og hún Ásta Sigríður er bleika stelpan mín hún hefur sínar skoðanir á litum STELPUR Í BLEIKU OG STRÁKAR Í BLÁU og í dag fór hún á fótbollta æfingu í bleikum stuttbuxum og bleikri flíspeysu er það ekki málið ?

Bleik kveðja Heiður.


Bloggfærslur 19. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband