Góðir hlutir gerast hægt.

Eða það ætla ég að vona,mig langar að segja aðeins meira um þessa fæslu sem ég skrifaði í gær svona smá frammhald http://www.snar.blog.is/blog/snar/entry/559299/#comments hér er hún,það var hringt í mig í gær dag og var það sálfræðingurinn hennar Auðar við ræddum aðeins þetta viðhorf félagsmálayfirvalda og sagði ég honum að ég væri mjög sár og mér þætti gengið á okkar rétt og barnsins okkar hann var alveg sammála mér og spurði hann hvort ég vildi ekki nýta mér það hann bauð á fundinum sem er að taka Sverrir inn í ákveðið teimi sem HSS er með en það verður sennilega ekki fyrr en í haust og þetta gæti hjálpað honum ég auðvita þigg það ég í raun þigg allt sem getur hjálpað.En svo spurði hann hvernig mér liði sjálf ég auðvita vildi meina að ég næði mér hægt og rólega en málið er að hann vill líka að við foreldranir fáum hjálp til að vinna úr fyrr reinslu við félagsmálayfirvöld það er þegar ég barðist sem mest Hilmars vegna,ég eins og ég sagði áðan ég þigg allt sem getur hjálpað og sem sagt er hann farin af stað að ganga í mál fyrir alla fjölskylduna hann ætlar að tala við Sólveigu sem ég var hjá í vetur og fá hana og svo eitthvað meira sem ég veit ekki núna alveg hverir verða en hann ætlar að ræða við félagsmályfirvöld um að þau komi að einhverju leiti inn ekki með aðstoð heldur að þeir greiði kostnað af þessu.

Ég er auðvita klökk og ofsalega ánægð ef þetta gengur upp svo ég er lögð af stað þennan þrönga bata veg segi ykkur meira þegar ég veit meira um þetta allt,einnig vil ég þakka ykkur kæru vinir fyrir kommentin hér í fyrri fæslu þetta gerir ótúlega mikið fyrir mig og okkur öll hér.

Kveðja Heiður.


Bloggfærslur 5. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband