Komin af vestfjörðum.


Góðan daginn hér.... nú er ég komin heim ég skrapp vestur til mömmu ég lagði af stað kl 7,30 á mánudags morgunn (ákvörðun tekin á sunnudags kvöld)það átti að setja upp legstein á leiðið hjá Eyja bróðir á mánudagskvöld og ég var frekar ánægð með mig keyrði landleiðina,þegar ég hef verið að fara ein með börnin hef ég alltaf valið að fara með Baldri en ég var ekki viss um að ég fengi far með Baldri svo þá var ekki neitt val hvor leiðin var valin þetta gekk allt mjög vel en tók allt sinn tíma ég var ákveðin í að gefa mér góðan tíma því börnin eru ekki alltaf hress á svona ferðum og stoppuðum við oft og svo gott stopp í Búðardal og vorum komin vestur um kl 15,en þegar við Gísli höfum verið bæði er oftasta keyrt landleiðina en hann gat ekki komið vegna vinnu.

Svo um kvöldið var farið í að koma legsteininum á leiðið hjá Eyja okkar Hringur æskuvinur,Dagný konan hans og Una dóttir þeirra voru líka komin vestur og settu Hringur,Gísli bróðir Gummi bróðir og Loftur mágur steininn á leiðið steinninn er rosalega fallegur en Eyjólfur hefði orðið 40 ára í febrúar hefði hann lyfað og verða 19 ár í Nóvember frá því hann dó...

Komum svo heim í gærkvöldi við vorum orðin frekar þreitt svo það  var fljótlega farið að  sofa við vorum í samfloti við Boggu og Loft á leiðinni heim....

Set hér myndir af steininum.

Kveðja Heiður. 

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 043

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er legsteininn.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 034

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mamma með börnin sín.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 039

 

 

 

 

 

 

 

 

Hringur,Dagný og Una.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 045

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo höfðingjarnir sem settu steininn á sinn stað.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 042

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo frændsystkinin saman(barna börn mömmu sem voru á staðnum). 


Bloggfærslur 17. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband