2 september 2008.

Góðan daginn Cool.

Uss hér er löngu komin tím á fæslu,hér gengur allt sinn vana gang reglu tími mættur sem er alveg frábært því það er þannig að á sumrin verður allt svo reglulaust farið seint að sofa og sofið framm á morgunn en svo þegar skólinn byrjar setur maður regluna betur á.

Nú er fyrst vikan búin í skólanum og er ég frekar bjartsýn á framm haldið Auður fær 5 tíma á viku í sérdeild mér finnst það samt frekar lítið og svo fær hún að hitta sérkennaran sinn og fær hjálp við að læra en það gæti verið að hún færi samt í almennt heimanám ég er mjög ánægð með skipulag á elsta stíginu ég fer á reglulega fundi með sérkennaranum einu sinni í vikur og það skiptir miklu máli Auður er líka mikið sáttari eftir að hún byrjaði að hitta nýja sérkennaran en hún vildi ekki skipta þannig að vikan hjá henni gekk rosalega vel...

Sverrir er bara góður og allt gengur vel hjá honum hann fór á æfingu í júdó í gær og fannst alveg svakalega gaman og bíður spenntur eftir að komast á næstu æfingu á morgunn en hann er 3 sinnum í viku ég vona að hann finni sig í júdóinu því hann hefur ekki viljað æfa neinar íþróttir.

Svo er það litla prinsessan á bænum hún Ásta Sigríður henni finnst ROSALEGA gaman í skólanum og hún veit vel að það þarf að læra heima þegar maður er komin í skóla og eftir fyrsta daginn þá heimtaði hún að læra og varð alveg brjáluð af því að hún kom ekki heim með heimanám og grenjaði hér á gólfinu en núna er hún komin með lestrabók og var það mikil hamingja svo kom hún með reiknisbók og skrifta bók sem hún á að vinna í út vikuna og gengur það vel nema hún vill fara sínar eigninleiðir í að skrifa og finnst það asnalegt að þurfa að skrifa eftir pönntun einhvers annars (þá meina ég draga rétt til stafs) en þetta kemur örugglega....svo ég er sátt svona í upphafi skólaárs.

En annars er allt gott að frétta Gísli prufaði að fara með farðþega á mótorhjólin í gær hann fór með alla fjölskyduna svoa einn í einu og mis langt og fannst öllum það rosalega gaman en ég held börnunum hafi fundist mest gaman þegar mamma og pabbi fóru saman og ég segi það þetta var gaman eiginlega geggað..Cool.

_sta_i_skolann_og_motorhjola_fer_me_pabba_001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo Ásta tilbúin í skólann fyrsta daginn.

_sta_i_skolann_og_motorhjola_fer_me_pabba_003.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var grenjandi rigning svo það var pollagalli en ekki nýja flotta bleika úlpan sem var keypt fyrir skólann.

Ég vona að ég fari að komast í gang með að blogga meira er bara mjög lítið inni og les ekki mikið eitthver eirðarleisi er að plaga mig og pirringur sem ég vona að ég geti unnið á.

Kveðja til allra og takk fyrir kommentin í síðust fæslu hann sverrir er svo flottur.

Kveðja Heiður.

 


Bloggfærslur 2. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband