Helgin.

Jæja hér er ég nokkuð hress en einhver þreita að plaga mig en það er líka allt í lagi.

Helgin er búin að vera góð við vorum að passa hann Eyjólf hann kom og lullaði hjá frænku og passaði vel upp á að frænka vaknaði snemma á sunnudags morgunn eða bara klukkan 6,15 takk fyrir en var það mjög gaman svolítið skrítið að vera komin með bleyju barn og þurfa að passa upp á svoleiðins hluti Ásta Sigríður var auðvita aðstoðar maðurog fór það verk vel úr hendi eins og henni var von og vísa svo komu foreldranir og sóttu hann um 16,30 og hann fór að sækja Ágúst bróðir sinn til ömmu Boggu.

Við fengum líka bréf í byrjun síðustu vikur og vorum við boðuð í messu og svo fund á eftir ásamt fermingar barni já hún Auður er að fara að fermast og fengum við að vita hvaða dagar eru í boði og erum við búin að ákveða 29 mars við erum líka búin að fá sal hér og stafesta hann og það finnst mér rosalega gott  svo er bara að fara að leggja línur því ég ætla að reyna að dreifa þessu eins og kostur er, þarf aðeins að rifja upp taktana en það eru alveg 10 ár síðan ég var í þessum sporum held samt að Auður verði með aðeins meiri skoðanir á þessum málum en hann Himmi minn en hann var svo góður að ég mátti næstum ráða þessu ein,en svo er svona til gamans þá sat ég hér í eldhúsinu á sunnudag morgun og var að skoða dagatal fyrir árið 2009 og þá sá ég að 29 mars er sunnudagur og fannst mér alveg möguleiki á að það yrði fermt þá því hann Hilmar fermdist 28 mars 1999 og þegar ég sagði Auði það eftir að hún var búin að nefna daginn þá sagði hún ...mamma ég ætla að fermast 29 mars og við erum bara mjög sátt við það.

Ég fór að skoða síðuna hjá Karmelklaustrinu í Hafnarfirði og vá það eru svo mikið af fallegum kertum ég keypti fermingarkerti fyrir Himma þar og ætla að gera það aftur og þegar ég gerði áð fyrir 10 árum var mest um hvít misstór kerti en nú eru fullt af litum og lögum á kertum vá ég var heillengi að skoða svo eru til svona gestabækur eða minningabækur og langar mig að kaupa svoleiðins líka.

En jæja held að þetta sé gott í bili svo ég segi bara bless í bili.

Kveðja Heiður.

 


Bloggfærslur 8. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband