23.3.2009 | 23:11
Halló...halló
Ja ég er hér hress og kát búin að jafna mig en varð svolítið pirrpirrr hér í kvöld af því að ég fann ekki myndaalbúm sem mig vantaði skrifaði það að facebook og þar var mér bent á að hætta að leita og ég ákvað að hlíða því og hætta því og fór í tölvuna ..gott hjá mér..en hér er allt gott að frétta stóri dagurinn er alveg að koma en Auður mín ætlar að fermast 29 mars og hlakkar okkur mikið til ég er á fullu að klára að undirbúa daginn og er það mjög gaman og hefur það svona gengið vel að mestu en hún veit hvað hún vill sem er gott nema þegar það er ekki til og ekki hægt að redda því.
Skella er búin að eiga 4 ketlinga þeir fæddust 3 mars voða sætir og gaman að sjá hvað hún er mikil mamma og hugsar vel um litlu greyjin set hér inn mynd
Hér er skella með ungana sína 3 mars.
Hér eru ketlingarnir um 10 daga gamlir.
Hér eru ketlingarnir rúmlega 2 vikna.
Stundum er líf líf og fjör hjá litlu kisunum.
Jæja komin svefntími á mig njótið vel og góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)