2.9.2007 | 11:43
Hvað eru reglur ?
Ég var að lesa bloggið hjá Ragnheiði eins og ég geri á hverjum degi eða oft á dag, það eru 2 vikur síða hann Hilmar okkar dó Auður systir hans stóð hjá mér á meðan ég var að lesa og hún sagði eru 2 vikur í dag síðan Himmi dó ? ég sagði já og þá sagði hún mamma mér finnst eins og það hafi verið í gær.
í gær var ég að skoða myndir hér sem ég er búin að gera mikið af síðustu 2 vikur ég var líka að safna öllum myndum saman í eitt albúm af Hilmari og allar minningarnar hrannast upp hjá mér við hverja mynd ég ætla að skanna inn myndir á eftir og setja inn á síðuna ég er líka búin að setja inn myndir á http://www.barnaland.is á síður sem systkinin eiga undir þeirra nöfnum sumar eru líka hér og líka á síður hennar Röggu (æææ ég veit ekki hvort það kemur linkur ég kann þetta ekki en vonandi er mér verði fyrirgeftið).
En svona að daglegau lífi hjá okkur er það helst að frétta að litla fólkið á heimilinu á erfitt með að skilja að nún er að koma vetur og annar útivista tími komin í gagnið nú má enginn vera úti eftir kl 20 á kvöldin ég hef alltaf verið frekar stíf á að fara eftir þessum reglum sem er ekki alltaf vinsælt á þessu heimili og að börnin fái nóga kvíld sérstaklega á virkum dögum því að mínu mati þurfa þau að vera út kvíld til að takast á við það sem þau gera í skólanum.
Ég læt þetta vera nóg í bili
Bless í bili Heiður.
Athugasemdir
Sæl
Ég þarf að áframsenda á ykkur email sem ég fékk. Sendu mér email á ragghh@simnet.is um leið og þú sérð þetta.
Bestu kveðjur í bæinn
Ragnheiður
Ragnheiður , 2.9.2007 kl. 17:08
já svona er þetta þegar þessar dúllur takast á við "vetraráætlun" í útivistartímanum
þetta er mjög svipað hér..þær eru sko EKKI sáttar að fá ekki að vera lengur úti..ég er alveg sammála þér með það þau þurfa alla sína orku í skólann og gott betur en það
kveðja ..æi þú veist
Ásta Björk Hermannsdóttir, 2.9.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.