2.9.2007 | 17:22
Ég er greinilega
nýliði í að vinna með ýmsa hluti í tölvu úff ég var að skanna inn gamlar myndir sem ég fann þegar ég var að finna til myndir af Hilmari og ég gat auðvita klúðrað þessu öllu ég á greinilega mikið eftir ólært í tölvumálum þó ég kunni að spila þann leik sem ég geri en það tókst samt einhvern veginn og það eru komnar inn myndir í albúmið þetta eru myndir sem mér finnst svo fallegar mér langar að segja frá einni mynd sem er af Hafþóri og Hilmari þeir eru báðir synir Gísla en Hafþór dó í bílslysi í janúar 2002 og nú Hilmar þeir hafa þá sameinast á ný blessaðir strákarnir okkar.
Annars er búið að vera svo gott veður hér í dag og allir úti að leika svo við settið höfum bara slappað af hér heima ásamt ömmu sem er hér hjá okkur það er bara líka gott.
Jæja gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.