4.9.2007 | 22:05
Dagurinn í dag
var mér erfiður og mig var búið að kvíða mikið fyrir honum í dag var útför Hilmars athöfnin var mjög falleg blómin söngurinn og minningar orðin allt var svo fallegt ég er líka svo þakklát öllu því fólki sem kom og fylgdi honum.
Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt meira hér ég er svo tóm og ég er bara orðin þreitt ,ég hef heldur ekki gert það áður að skrifa svona tilfinningar mínar nema á blað ekki svo allir geti lesið en ég vil gera það og ég held að ég hafi þörf fyrir það ég bara kann ekki að koma þessu svona frá mér....en vonandi lærist það.
Ég ætla að hafa þetta gott í kvöld og þakka öllum sem lesa og heimsækja síðuna.
Góða nótt.
Athugasemdir
Sendi ykkur nokkur svona.......og heyri í þér á morgun vonandi náið þið að hvíla ykkur í nótt:)
Kær kveðja Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.